Ný New York-gæði á nýhöfnu ári

Nú hefur Benson loksins komið á fót bloggsíðu á ný eftir skammlífa  tilraun með Karate-bloggið fyrir fjórum árum eða svo.    Það er löngu kominn tími til enda hefur maður ekkert að viti miðlað tónlistarlegu gúmmelaði síðan Marzípan var og hét.   Benson hefur þó baktjaldamakkast og fengist við aðrar tónlistartengdar iðkanir sem tekur varla að tíunda hér heldur snúum og okkur beint að efninu.

2009 er nýhafið og er óhætt að segja að hafi byrjað með miklum hvell.  Ný tækifæri eru að færast Íslendingum í skaut og vonandi nýtt upphaf , ný gildi og ný viðhorf.

2009 færir líka nýja og spennandi tóna í hæsta gæðaflokki.  Allir eru að missa sig yfir snilldinni sem lekur af nýjustu afurð Animal Collective, enda háklassa skífa frá þessari fyrrum New York-sveit.

Tvær magnaðar New York-sveitir eru að senda frá sér eðal skífur í þessum skrifuðu orðum og falla þær Benson ansi vel í geð.

Harlem Shakes

Andrew Droz Palermo

Þessi kvintett var stofnaður árið 2006 og sendi hann sjálfur frá sér þröngskífuna Burning Brides ári síðar og vakti mikla lukku hjá þeim sem á hlýddu.   Sveitin fór fljótlega að spila með nafntogaðri sveitum síðari ára, þ.á.m. Deerhoof, Beirut, Vampire Weekend, Wire og Clap Your Hands Say Yeah.

Tónlist Harlem Shakes svipar á köflum til New York-sveita á borð við The Walkmen og ofannefnda Clap Your Hands Say Yeah án þess að vera eins pirrandi.  Einnig svífur yfir andi eldri eðalsveita á borð við Modern Lovers, Talking Heads, Pulp, Roxy Music o.s.frv..   Allir meðlimir sveitarinnar syngja og gefur það tónlistinni skemmtilegan blæ og er spilagleðin óbeisluð.  Harlem Shakes eru fyrst og fremst hreinræktaðir og óþvingaðir smiðir heilalímandi melódía.

Þeirra fyrsta stóra skífa hefur hlotið nafnið Technicolor Health og var tekin upp af Chris Zane, upptökusnillingurinn sem á að baki skífur með Les Savy Fav, The Walkmen, White Rabbits o.fl..

harlem-shakes_technicolor-health

Harlem Shakes – Strictly Game

Harlem Shakes – Winter Water

Cymbals Eat Guitars

cymbals-eat-guitars

Cymbals Eat Guitar er afkvæmi félaganna Joseph Ferocius og Matthew Miller og stofnuðu þeir sveitina til þess að spila Weezer-lög fyrir vinahópinn.  Dúettinn þróaðist fljótlega útí að vera kvartett þegar þeir félagar auglýstu eftir meðspilurum á stærsta smáauglýsingavef heimsins, Craig’s List.

Þegar sveitin varð fullskipuð köstuðu þeir ábreiðum og sömdu þeir á fullu sitt eigið efni undir stjórn Joseph sem er gítarleikari, söngvari og aðallagahöfundur sveitarinnar.    Hann er eingöngu nítján ára að aldri og er mikið í hann spunnið ef marka má fyrstu breiðskífu sveitarinnar.   Söngstíll hans minnir á úrkynjaðan bastarð sem samansettur er úr Stephen Malkmus, Neil Young og Isaac Brock.

Cymbals Eat Guitars spila hreinræktað indírokk án nokkurra málalenginga né málamiðlana og gera það með stakri snilld og ekkert kjaftæði. Fyrsta breiðskífan heitir Why There Are Mountains og kallar fram það besta frá viðmiðasetjandi sveitum á borð við Modest Mouse, Wilco, Pavement og jafnvel The Shins og er framsetningin til mikils sóma.

cymbals-eat-guitars_why-there-are-mountains

Cymbals Eat Guitars – Wind Phoenix

Cymbals Eat Guitars – Cold Spring

Ein hugrenning um “Ný New York-gæði á nýhöfnu ári

  1. Gunnar Pétur skrifar:

    Geðveikt band!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: