Sólbrennt hrámeti

Wavves heitir gæluverkefni hins unga hjólabretta- og sólskinspönkara Nathan Williams.    Hann sendi frá sér sína fyrstu og samnefndu skífu á hinu litla en frábæra merki Woodsist sem hefur sent í þröskuldasetjandi skynvillustöff með sveitum eins og Raccoo-oo-oon, Sic Alps, Pocahaunted, Vivian Girls o.fl..  Ný plata er væntanleg á þessu ári á indie-risanum Fat Possum og þegar hafa rétt og röng útgáfa af henni lekið í internet-æðar.

Nathan Williams

Wavves spila mjög hráa tónlist og eru plötur hans í afar frumstæðum og hráum gæðum, margir myndu segja lélegum og geta þeir þá deilt um það.   Það er ekki ofsagt að Nathan sé lunkinn melódíusmiður og ungæðið vellur útum allt.  Uppáhaldsböndin hans eru að sögn The Beach Boys, Beat Happening og The Wipers má alveg greina það á köflum.

Fyrra tóndæmið er af fyrstu skífunni og er flúrað af sveimandi söng, bassatrommu og gítar sem kætir mjög en gæti líka náð málingu af veggjum.   Hið seinna er hið frábæra smáskífulag So Bored og ku vera á næstu skífu.

Wavves - kaupið hana með þvi að smella

Wavves – Vermin

So Bored

Wavves – So Bored

3 hugrenningar um “Sólbrennt hrámeti

  1. Pétur skrifar:

    ég sá Wavves spila um daginn og það var skal ég segja þér ekkert spennandi. Allavega miðað við þessa plötu sem er rockin!

  2. bensonisfantastic skrifar:

    ég ímynda mér að það sé erfitt að framkalla þetta frábæra sánd á tónleikum. Þessi plata er sannarlega rockin! já og báðar tvær!

  3. […] og í tali.  Þetta Nathan Williams sem fer fyrir Wavves og fjallaði Benson um hann í þessari færslu snemma á síðasta ári.  Nýútkominn er besta plata kappans til þessa og á henni hefur hann […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: