Gúllas, sushi og Super Mario bræður

agaskodoteliverek2

Hér er ein afar hressandi og skynvíkkandi hljómsveit sem staðsett er í London í Englandi.   Meðlimir Agaskodo Teliverek eiga ættir sínar að rekja til Ungverjalands, Japan og Noregs .    Hljómsveitina leiða ungversku gítarleikararnir Miki Kemecsi og Tamas Szabo ásamt hinni fjörugu og litríku söngkonu  Hiroe Takei sem einnig spilar á keytar (ísl. hljómborðsgítar).   Húðarefsarar hafa verið nokkrir og nú um sinn lemur skinnin Normaður að nafni Thomas R. Fuglesang.

Eins og vel elduð ungversk gúllasúpa þá er tónlist Agaskodo Teliverek mjög bragðmikil og æpandi tryllt.  Gítarar, söngur, trommuheilar, synthar o.s.frv. kastast á milli veggja af áfergju og gleði og allt blandast svona skemmtilega vel.

Önnur plata þeirra kom út í fyrra og heitir Psycho Goulash.   Agaskodo Teliverek er camouflage-jakki samsettur af tónlistarlitrófi Deerhoof, Melt Banana, Dick Dale, Marnie Stern og Stereolab.   Jakkanum er svo hent í þvottavél á nítíu gráðu hita með nokkrum vel völdum Nintendo-leikjum.

Hér er myndbandið við hið frábæra Gay Hussar og tóndæmi af breiðskífunni.

Agaskodo Teliverek – Kamikaze Curry Bun

Ein hugrenning um “Gúllas, sushi og Super Mario bræður

  1. Óli Steins skrifar:

    Þetta blogg þitt færir bros yfir andlitið mitt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: