Banvænt kuldastuð á mánudegi

erlend_oye

Ég ætla ekki að vera með neitt raus um pólitík en það eru tveir normenn sem koma manni skruggugóðan fíling þessa dagana.    Fyrst ber að nefna hina skeleggu og ráðvöndu Evu Joly og svo hinn hávaxna, horaða og hrokkinhærða gleraugnaglám Erlend Oye.   Út er komin ný skífa með kappanum og hljómsveit hans, The Whitest Boy Alive.   Platan heitir Rules og fantagóð en þó ekki gallalaus.  Þessi tvö tóndæmi eru að virka eins og sjóðheitir brjóstdropar.

The Whitest Boy Alive – 1517

The Whitest Boy Alive – High On The Heels

throbbing-gristle-tgrolandpic1

Hér koma tvö ísköld og seiðandi frá London.   Throbbing Gristle er ein fyrsta og fremsta industrial-hljómsveit allra tíma og mikill áhrifavaldur á tónlist síðustu þrjátíu ára eða svo.  Eitt merkasta verk þeirra er án ef hin kyngimagnaða 20 Jazz Funk Greats (frábært blogg tók nefnir sig í höfuðið á henni) og kom hún út árið 1979.   Hljómsveitin lagði upp laupana árið 1981 og gaf af sér frómar sveitir á borð við Psychic TV, Coil, C.T.I. og síðast en ekki síst Chris & Cosey.

Throbbing Gristle – Hot On The Heels of Love

Chris & Cosey – Heartbeat

laroux5-thumb

La Roux eru svakaheit og gáfu út hið frábæra Quicksand í fyrra.  Hér er nýja smáskífan í endurhljóðblöndun hjá samlöndum þeirra í Heartbreak.   Gæða ítaló sem maður fær nú seint leið á.

La Roux – In For The Kill (Heartbreak Remix)

Að lokum er hér eitt skoskt og frábært frá hinu skruggugóða Optimo-merki í Glasgow.  Hljómsveitin heitir Dollskabeat og þetta lag er öflugt.

dollskabeat

Dollskabeat – Zodiac Rising

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: