Fullkomin blanda fegurðar og ljótleika

Micachu and The Shapes hafa verið að valda usla í mínum eyrum síðustu vikur.  Þetta þríeyki setur viðmið og heitir þeirra fyrsta breiðskífa „Jewellery“ og er algjör skyldueign.  Sveitina leiðir hin liðlega tvítuga Mica Levi og ættir sínar að rekja til Surrey í Englandi en hefur hún gert út sína tónlist síðustu misseri í Austur-London.  Hún er komin af tónlistarmönnum hefur getið sér gott orð sem plötusnúður og MC í garage- og grimesenunni í London.

Meistari Matthew Herbert er upptökustjóri „Jewellery“ en hann á að baki frábærar skífur sem tónlistarmaður og pródúser.

micachu_band2

Tónlist The Shapes er allt að því fullkomin jafnvægisblanda melódísku poppi, frumstæðu pönki og frumpönki í anda The Raincoats og Captain Beefheart,  bjagaðri raftónlist og svo framvegis.   Þetta er snilld eins og sjón- og tóndæmi gefa í skyn.

Micachu and the Shapes – Golden Phone

Micachu and the Shapes – Just In Case

The Raincoats er óbeinn áhrifavaldur á Micachu and the Shapes og hafði mótandi áhrif á sveitir á borð við Nirvana, Sonic Youth, Chicks on Speed, Erase Errata, The Breeders o.s.frv..  Þetta lag er að finna á annarri breiðskífu sveitarinnar, Odyshape, sem kom út árið 1981.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: