Kosmískt súrkál á þriðjudegi

krautsample

Ég hef lengi verið hliðhollur tónlist sem hefur runnið undan þýskum rifjum enda hefur Þjóðverjinn skilað sínu framlagi til tónlistar og vel það.    Það er alltaf mikið ánægjuefni þegar maður uppgötvar kosmískt súrkálsrokk sem maður hefur aldrei heyrt í eða um.  Hér er ein slík.

Fyrir hljómsveitinni Liliental fór lítið fyrir á sínum tíma, þeir sem ekki þekktu hana á sínum tíma ættu að kynna sér málið hið snarasta.  Forsprakkar sveitarinnar voru þeir Dieter Moebius og Asmus Tietchens.   Sá fyrrnefndi er einna „þekktastur“ sem meðlimur einnar vanmetnustu hljómsveit síðustu áratuga, Cluster, ef ekki ÞEIRRAR vanmetnustu.   Cluster starfa enn og hafa líst yfir áhuga á að spila á Þingvöllum.

Liliental varð til þegar Cluster voru í pásu árið 1978 og hóaði Moebieus nokkra góða félaga og fékk þá til að gera með sér þessa frábæru plötu.  Ásamt Asmus mættu tveir meðlimir hljómsveitar að nafni Kraan og einn aðalpródúser Þýskalands fyrr og síðar, sjálfur Conny Plank.   Conny þessi spilaði ekki inná margar plötur en tók og tímamótaverk með Devo, Brian Eno, Ultravox, Kraftwerk, Killing Joke, La Düsseldorf, A Flock of Seagulls, Eurytmics o.s.frv..

Liliental gerðu þessa fínu plötu sem nú hefur verið endurútgefin ég mæli með að fólk kaupi hana.

liliental_platan

Liliental – Wattwurm

Liliental – Nachsaison

Hér er svo gott sólóstöff með Dieter Moebius af hinni mögnuðu Tonspuren frá árinu 1983.

Moebius – Contramio

Að lokum er hér sjón- og tóndæmi með Cluster.   Hljómsveitin var eins og sést og heyrist LANGT á undan sinni samtíð.

Cluster – Fotschi Tong

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: