Ferskt og hollt frá Cincinnati

Benson er ekki sá virkasti í uppfærslum á þessu nýja bloggi sínu en gæði skipta meira máli en magni í hans huga.   Hér eitt gæðafyllt band frá borginni Cincinnati í Ohio-ríki Norður-Ameríku.   Hljómsveitina skipa fjórir ungir karlmenn og kalla þeir sig Pomegranates.   Tónlistin er stórt, tilgerðarlaust og hreinræktað nútíma-indí með skírskotanir í hinar og þessar hljómsveitir sem skipt hafa máli síðustu tvo áratugi.   Svo ég nefni nokkur dæmi þá krauma undir straumar frá Modest Mouse, Grizzly Bear, Death Cab For Cutie, Abe Vigoda og jafnvel Vampire Weekend.

Pomegranates hafa ekki starfað lengi en hafa á sínum starfstíma sent frá sá þröngskífuna „Two Eyes“ og breiðskífuna „Everything Is Alive“ sem kom út í maí í fyrra og er önnur breiðskífa sveitarinnar, „Everybody, Come Outside“, væntanleg eftir rúma viku.

Hér eru upphafs- og titillagið og svo fyrsta smáskífan.   Eins og nafn hljómsveitarinnar gefur til kynna þá er um ferskt stöff að ræða þar sem það íslenskast sem granatepli og fyrsti smáskífan sem kóríander og allt matelskandi fólk veit að það eru frískandi hráefni.

https://i1.wp.com/2.bp.blogspot.com/_KnLN3cJrHDk/SRS5hnt5p4I/AAAAAAAAAg8/ABzTwG7LbA4/s400/pomegranate.jpg

Versla má skífur beint frá sveitinni í gegnum Myspace-síðu þeirra og svo halda þeir út þessu fína bloggi.

Pomegranates – Everybody, Come Outside!

Pomegranates – Corriander

2 hugrenningar um “Ferskt og hollt frá Cincinnati

  1. Einar Birgir skrifar:

    Benson is fantastic!

  2. bensonisfantastic skrifar:

    Enjar is fantastic!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: