Norskt nútíma-smooth í tilefni dagsins

Í tilefni þess að Benson er að spila á Karamba í kvöld ætla ég kynna til leiks eðal nútíma-smooth band frá Noregi.  Hljómsveitin heitir Montée og var að senda frá sér sína fyrstu skífu er heitir „Isle of Now“ og er hún reyndar bara komin út þar í landi en von er á alþjóðlegri útgáfu.  Útgáfumerki þeirra, Strømland Records, er nýlegt á nálinni og er ekki að verri endanum því eigendur þessu eru Joakim Haugland hjá Smalltown Supersound-útgáfunni og enginn annar en fremsti geimdiskóbolti nútímans, Lindstrøm.

Það er nokkuð snúið að benda vísifingri á Montée og setja þau í einhvern flokk.  Tónlist þeirra margslungin, óræðin, á köflum tímalaus og hreinræktuð popptónlist í allra víðustu mynd.   Sveitina skipa þau Anders Tjore, Maya Vik, Erlend Mokkelbost og Marius Simonsen og koma þau ólíkum áttum eins og heyrist vel í tónlist þeirra.   Epíkin, mýktin og melódraman er svo mikil á köflum að annað eins hefur ekki heyrst síðan Toto, Christopher Cross og Spandau Ballet voru uppá sitt besta fyrir alltof mörgum árum.  Montée er framsækin sveit og heyrist það ekki svo ljóst við fyrstu hlustun en hún blandar saman fortíðaráhrifum frá Brian Eno, Talking Heads, Wire, Phil Collins/Phil Bailey við nútímalið á borð við TV On The Radio, Sea and Cake og landa sinna í Whitest Boy Alive.   Hlýðið og metið sjálf!

Montée – Isle of Now

Montée – I Have Seen The Haven

2 hugrenningar um “Norskt nútíma-smooth í tilefni dagsins

  1. Kjabbi kjuði skrifar:

    þetta er allsvakalegur sykur

  2. bensonisfantastic skrifar:

    þetta er góður sykur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: