Sumarleti

hengirúm

Það er alltof langt síðan Benson hefur skellt einhverju á vefinn.    Sumarið á fúll svíng og fínt að vera með áhyggjur af ástandinu í blíðskapar veðri.

Margt músíktengt er búið að reka á fjörur og fullt skemmtilegt að gerast eins og útgáfutónleikar Sudden Weather Change þar sem við Skátar spiluðum ásamt Bob.    Við tókum kóver af „Matrix“ og þessum seiðmagnaða og hugvíkkandi smell.

sy-the-eternal-thumb

Það hefur annars fullt af fínu stöffi verið í eyrum Bensons síðustu vikur.  Það er sannarlega alltaf mikið gleðiefni þegar risaeðlurnar í Sonic Youth senda frá sér nýja plötu og er nýja skífan sosum ágæt, en kannski full safe eins og síðustu skífu hafa verið.  Þau skella á auto-pilot en þau eru auðvitað best í því að hljóma eins og Sonic Youth.   Hér eru bestu lögin að mínu mati:

Sonic Youth – Poison Arrow

Sonic Youth – Antenna

pe-dinosaur-jr-farm

Næst eru það hinar bókstaflegu risaeðlur í Dinosaur Jr. sem senda frá sér sína fimmtu breiðskífu með upprunalegu meðlimaskipan, þ.e. J Mascis, Murph og Lou Barlow.   Sá síðast nefndi var eins og flestum er kunnugt rekinn úr sveitinni árið 1989 og verður ekki eytt fleiri orðum í það.   Nýjasta breiðskífan heitir Farm og er vel bruggað kaffi í könnunni hjá þeim og bragðsterkara en á síðustu skífuBeyond sem kom út árið 2007.   Hér hið flott myndband við hið frábæra Over It og svo annað tóndæmi.   Lengi lifi Dinosaur Jr. í sinni upprunalegu mynd!!!

Dinosaur Jr. – Plans

Sitt lítið af öðru:

Bark Cat Bark – Palermo A Larino

Charlie Feathers – Bottle To The Baby

Charlie Feathers – Nobody’s Woman

Women – Group Transport Hall

3 hugrenningar um “Sumarleti

  1. bergur anderson skrifar:

    sveimér þá ég held ég hafi ekki séð flottara tónlistarmyndband síðan „Feel the Pain“ með sömu hljómsveit!

  2. Haukur skrifar:

    Þessi Dino plata er snilld!

  3. bensonisfantastic skrifar:

    Já hún frakken snilld!! Lengi lifi Dino!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: