Sumarrokkkássa

Benson hefur ekki verið færsluglaður í sumar þó svo hann sé búinn að vera að sanka að sér hverri snilldinni á eftir annarri í sumar.   Hér eru þrjár hljómsveitir sem hafa verið að gleðja eyru Bensons síðustu vikurnar og er ein þeirra frekar nýleg á nálinni, hinar tvær hafa verið ansi iðnar við kolann.

Allar eru þær rokkkögglar í fremstu línu.

oneida_diner

Brooklyn-sveitin Oneida voru að senda frá sér sína elleftu breiðskífu og er hún hvorki meira né minna en þreföld.   Oneida er í grunninn þríeyki og skipa sveitina Kid Millions, Bobby Matador og Hanoi Jane sem eru eins og gefur að mynda listamannanöfn þeirra.

Nýja breiðskífan heitir Rated O og mætast stílar hvaðanæva að og er útkoman algjör gourmet rokkkássa og platan gengu í alla staði upp.   Sama hvar þeir koma niður þá klikka þeir ekki – hvort sem þeir eru í sargandi 70’s rokkgír í anda MC5 og Blue Cheer eða krautspuna í anda Can og í afrobeat-slætti úr iðrum innfæddra í Lagos.   Þríeykið hrærir þessu saman við nútímaleg áhrif og kjálkinn lafir við hverja hlustun.  Hér er epíski langhundurinn 10:3o at the Oasis.

oneida_ratedO

Oneida – 10:30 at the Oasis

Síðari tvær sveitirnar minna á köflum á hvora aðra.  Kylesa er frá Georgíu-ríki í Bandaríkjunum og hefur hún send frá sér nokkrar skífur.  Sú nýjasta heitir „Static Tensions“ og er gæða rokkmoli sem minnir um margt á plat-þungarokkssveitina (e. faux metal) KARP sem lagði upp laupana á síðasta áratug síðustu aldar.   Kylesa spilar pönkað gleði-sludge og eru þungir en ná því ekki að vera hreinræktað þungarokk og þ.a.l. höfðar það kannski svo vel til Bensons.

Hér er upphafslagið.

KylesaCover

Kylesa – Scapegoat

Nýasta bandið heitir Tweak Bird og er tvíeyki ættað frá Chicago í Illinois.   Hljómsveitina skipa bræðurnir Caleb og Ashton Bird.   Þeir hafa verið að rugla reitum við ekki ómerkari sveitir en Tool og Big Business uppá síðkastið.  Einnig verða þeir á framsæknasta ROKK-festivali í heiminum í dag, Supersonic í Birmingham í Englandi.

Nýjasta platan þeirra heitir Whorses og er sneisafull af góðum gítar- og trommuriffum í anda Death From Above 1979, Big Business og The Melvins.

Hér er vídeó og tóndæmi:

Tweak Bird – Whorses

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: