Föstudagur

föstudagur

Sumarið er svo gott sem búið og Benson búin að vera arfaslakur í því að henda inn feitum færslum.    Það stendur vonandi allt til bóta í vetur er sá tími kjörinn fyrir inniveru á internetinu.

Sumarið hefur verið afar gjöfult og man Benson varla eftir jafngóðu tónlistarsumari – 2009 stefnir líklega í að vera besta tónlistarár þessa áratugar.   Á næstu dögum mun berast til ykkar eyrna fjölbreytt gúmmelaði sem er búið að vera að malla í eyrum Bensons síðustu vikur.

Polvo hafa verið ein mínum uppáhaldssveitum í um þrettán ár.  Hljómsveitin lagði upp laupana fyrir rúmum ellefu árum og gaf út sína slökustu plötu, „Shapes“, sem er svosem ekki slæm en slök miðað við kröfurnar sem maður setur þeim.  Í september senda þeir frá sér sína fimmtu breiðskífu heyrðist forsmekkurinn af henni fyrir tveimur mánuðum.  Nýja platan heitir „In Prism“ og hefur sveitin örugglega aldrei verið jafnaafslöppuð og fer það henni vel.

Forpantið hana hér.

Hér eru tóndæmi:

Polvo – City Birds

Polvo – Dream Residue/Work

Í ár hafa komið nokkrar dillandi hressar dansplötur og hér eru nokkur tóndæmi sem eru Benson afar vel að skapi.

Fyrir Neon Indian fer Texas-búinn Alan Polomo og er einnig meðlimur hljómsveitar að nafni Vega.  Hans fyrsta breiðskífa heitir Psychic Chasms og einstaklega orpin og skæld minnir tóndæmið hér að neðan einhverra hluta vegna á hinn frábæra og ódauðlega smell Doobie Brothers, „What a Fool Believes“.  Þið megið gjarnan bera þetta saman.

Neon Indian – Terminally Chill

Lefse Records gefa út Neon Indian og einnig hinn ljúfa, mjúka og alíslenska My Summer As a Salvation Soldier.   Hægt er að kaupa hér.

Annar einyrki kemur frá San Francisco og kallar sig eftir hrollvekju frá fæðingarári Bensons, 1977.  Sorcerer skipar Dan Judd og sendir hann fljótlega frá sér hina frábæru „Neon Leon“ og er hún sneisafull afturhvarfs svuntum og congatrommum.

Hér er dillandi tóndæmi og geggjað myndband.  Ó já!!

Sorcerer – Jump Rope

Frakkinn Joakim eða Jimi Bazzouka gaf út frábæra skífu, „Monsters and Silly Songs“, fyrir tveimur árum og fór hún að mínu mati svolítið undir radarinn hjá alltof mörgum.  Hann mætir með nýja breiðskífu sem heitir „Milky Ways“ um miðjan september.   Nú er hann studdur heilli hljómsveit og hljómar hún bara fjári vel við fyrstu hlustun.

Hér er Milky Ways örsíða.

Joakim – Spiders

Að lokum er hér eitt besta stuðlag ársins.  Music Go Music á eftir að vera á allra vörum áður en um langt líður.  Þessi hljómsveit sækir áhrif sín að mestu leyti til áttunda áratugarins og kokteillinn afar hollur fyrir rassvöðva og fætur.  Við erum að tala um ekkert smá saðsamt innihald – hérna höfum við ABBA, Blondie, Talking Heads í bland við nýrra afturhvarfsstöff eins og The Knife og Glass Candy.

Þetta er sæluhrollur ársins.

Music Go Music – Warm In The Shadows

Hérna fáið þið líka myndbandið, af því það er alltof seiðandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: