Margt gott í gangi

coxbutter

Góðir hlutir koma til þeirra sem bíða og það á vel við um þessa færslu.  Benson er búinn að vera latur hér á síðunni og tími varla gefist sökum fjölgunar í fagurri fjölskyldu hans og Sigríðar.

Hellingur hefur verið sýsla og krauma í eyrum Bensons þessa dagana og erfitt að koma fingri á hverju er best að byrja.

kleerup

Byrjum hér á mjúkum tónum.   Kleerup heitir að fullu nafni Andreas Kleerup og er trommari hljómsveitarinnar The Meat Boys en þekktastur er hann e.t.v. sem upptökustjóri fyrir söngkonur á borð við Robyn og Cyndi Lauper.   Andreas ku ekki vera par sáttur við Cyndi og er seinna tóndæmið tileinkað henni.  Hann sendi frá sér samnefnda skífu fyrir þónokkru og munúðarfullur stuðmoli sem á syngja m.a. Robyn, Neneh Cherry, Lykke Li og litla systir Neneh,  Titiyo.

Kleerup er ógeðslega svalur og ku vera væntanlegur til landsins og ætti auðvitað enginn að missa honum.

Kleerup feat. Titiyo – Longing For Lullabies (Joakim Remix)

Kleerup – Thank You For Nothing

shinichi-osawa

Shinichi Osawa er búinn að vera iðinn við kolann í mörg ár enda kominn á fimmtugsaldur þó svo að hann beri ekki merki þess, hvorki í útliti né í tónsmíðum.  Í fyrra sendi hann frá sér hina ágætu The One + og er að finna margt gott, þ.á.m. þetta frábæra lag hans í flutningi hinna seiðandi skvísa frá San Francisco, Rubies.

Shinichi Osawa – Dream Hunt (Rubies Version)

bradfordcox

Hinn grindhoraði og hæfileikaríki Bradford Cox sendir bráðlega frá sér sína aðra skífu undir nafninu Atlas Sound og mun hún heita svo mikið sem Logos. Bradford er eins og allir vita forsprakki hinnar nafntoguðu Deerhunter.   Hér er eitt besta lag ársins og er það sungið af Bradford og hinum seiðmagnaða Noah Lennox úr Animal Collective.

Atlas Sound feat. Noah Lennox – Walkabout

always-sunny-philadelphia5

Philadelphia hefur getið af sér margt gott á sviði menningar og afþreyingar og í miklu uppáhaldi eru hinir óborganlegu þættir It’s Always Sunny In Philadelphia.

A Sunny Day In Glasgow tengjast þáttunum ekkert nema fyrir það eitt að vera frá Philadelphia.   Þessi afburða-shoegaze-sveit var að senda frá sér frábæra plötu, Ashes Grammar.

Heyrum hér tóndæmi sem er með betri lögum sveitarinnar.

A Sunny Day In Glasgow – Failure

lightningbolt_live-01

Endum þetta svo á góðri sprengju.  Óhljóðabelgirnir í Lightning Bolt eru í startholunum með sína fimmtu breiðskífu og eru þeir ekkert að skrúfa niðrí hljóðstyrksviðnámum.  Nýja platan kemur í október og heitir Earthly Delights og að vanda er það hið framúrskarandi hávaðaforlag Load sem sér um útgáfu.

Earthly Delights er magnað stykki og skýtur síðustu breiðskífu ref fyrir rass.

Hér eru tóndæmin:

Lightning Bolt- Sound Guardians

Lightning Bolt – Colossus

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: