Síðbúið klæmax

dam-breaks-718216

Benson hefur verið fokklatur uppá síðkastið en það er engin ástæða til að væla yfir því.  Benson reynir að mæta ykkur með æðislegt tíðindi þegar hann tjáir sig -hvert slag á lyklaborðið tignarlegt og hver tónn gulli sleginn.

Eyru Bensons hafa að miklu leyti verið í gíslingu hjá hinni mögnuðu Florida-sveit Surfer Blood uppá síðkastið enda er fyrsta breiðskífa þeirra, Astro Coast, eitt það besta sem heyrst hefur þetta árið.  Suðið í kringum þessa fjögurra manna sveit hefur verið ótæpilegt í netheimi og er það mat Benson að þeir standa vel undir því.  Um er að ræða hreinræktað indie í ætt við stórmenni á borð við Guided By Voices, Pavement, Fugazi, Archers of Loaf og smá dass af Vampire Weekend.  Hér eru frábær tóndæmi:

Surfer Blood – Floating Vibes

Surfer Blood – Swim

Beak> er flunkuný Bristol-sveit skipuð forsprakka Portishead, Geoff Barrow, og tveim öðrum gaurum sem spilað hafa með ekki ómerkari listamönnum en Massive Attack, Robert Plant og Team Brick.  Beak> voru að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu sem gefin er út af útgáfufélagi Geoff, Invada Records.  Beak> spila fínasta súrkálsrokk í anda Neu!, Faust o.fl..  Hér er upphafslag samnefndrar plötu.

Beak> – Blackwell

Meira breskt stöff næst.  The Clientele hafa verið lengi að en hafa eiginlega alltaf farið undir radarinn hjá Benson.   Nýja platan þeirra heitir Bonfires of Heath og á henni eru fínir sprettir, ljúfasta indí með vænni sixtísslettu.  Hér er upphafslagið.

The Clientele – I Wonder Who We Are

Síðast en ekki síst er hér geigvænlega bossastyrkjandi þrenna frá fransmanninum í Vitalic, tjöllunum í The Rolling Stones og hinni amerísku Whitney Houston.  Koma svo laugardagskvöld!!!

Vitalic – Allan Dellon

The Rolling Stones – Heaven (Summer Jones Edit)

Whitney Houston – Million Dollar Bill (Mike Simonetti Edit)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: