Nýtt ár og það byrjar ekki illa

Nýtt ár er hafið og er fullt af gæðalegu stöffi komið út og er væntanlegt. Benson gerði 2009 nýju skil og ekkert í ýkja löngu máli – mat hans á því besta á fólst aðallega í því hvað var hlustað mest á árinu. Margt barst til eyrna og þóttist ekki standast kröfur eða olli vonbrigðum, samanber A Place To Bury Strangers, Sally Shapiro, Audionom, Wilco, Shogun Kunitoki og áfram má telja. Nokkrar góðar komu en rötuðu ekki á listann og má þar helst nefna skífur frá The Ohsees, Intelligence, Bear In Heaven, Oneida, Kylesa, Whitest Boy Alive, The Very Best, Fool’s Gold, Beirut, Lou Barlow, Pains of Being Pure At Heart o.fl..

Bestu erlendu plöturnar eru sumsé hér, aldrei að vita nema að skellt verði inn íslenskum lista líka.

2010 byrjar vel og eru nokkrar ansi vænlegir kandídatar að koma með frábærar skífur, hér eru tóndæmi af nokkrum.

Jamie Stewart fer fyrir hinni ætíð ögrandi sveit Xiu Xiu. Tæp átta ár hafa liðið frá því Benson heyrði fyrst frumburðinn og stóð ekki á sama þar sem hann gengur ávallt skrefinu lengra en flestir. Xiu Xiu náði áður ómældum hæðum á hinni mögnuðu „Fabulous Muscles“ og var „Women As Lovers“ ekkert slor. Nú er að koma út sjöunda breiðskífa sveitarinnar og heitir hún Dear God, I Hate Myself og tekst honum sem fyrr að spila á flestar nótur tilfinningaskalans og aðallega þær erfiðustu. Hér hljóma tvö tóndæmi.

Xiu Xiu – Gray Death

Xiu Xiu – This Too Shall Pass Away (For Freddy)

Portlandsveitin Pyramiddd hétu áður Starfucker eftir frægu lagi Rolling Stones og sendu reyndar frá sér fína skífu á nýliðnu ári sem heitir svo mikið sem Jupiter og er sjö laga EP. Þeir minna um margt á frægari sveitir á borð við Cut Copy, MGMT og samborgara sína í YACHT en gera það vel og er skífan fullt af feelgood-smellum á borð við Biggie Smalls, Boy Toy og Rawnald Gregory Erickson The Second. Hlýðum hér á það síðastnefnda og ábreiðu af hinu ódauðlega Girls Just Want To Have Fun eftir Cyndi Lauper.

Pyramiddd – Rawnald Gregory Erickson The Second (Stragety Remix)

Pyramiddd – Girls Just Want To Have Fun

Hér eru svo myndböndin við upprunalegt og æðisgengið feelgood-lag Rawnald Gregory Erickson The Second og German Love sem er ekki síður vellíðunarhvetjandi.

Mikil eftirvænting ríkir yfir væntanlegri breiðskífu Midlake enda var síðasta breiðskífa þeirra, Trials of Van Occupanther, pjúra schnilli. Væntanleg skífa er þeirra þriðja og heitir The Courage of Others og ólík stemmning er í gangi hjá sveitinni enda eru tæp fjögur ár frá síðustu útgáfu. Þeir eru að mestu leyti búnir að jarða öll Fleetwood Mac áhrif og eru að sögn búnir að sökkva sér í hippalegt þjóðlagagutl frá Englandi frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar eða þegar sveitir á borð við Incredible String Band, Fairport Convention og fleiri réðu ríkjum. Benson er enn að melta gripinn sem er þungur og krefjandi. Hér eru tvö tóndæmi.

Midlake – Acts of Man

Midlake – Rulers, Ruling All Things

Los Campesinos! frá Wales er hljómsveit Benson hefur ekki gefið of mikinn gaum þó svo að leyfði þeim að hljóma á öldum ljósvakans í hinum sáluga Marzípan á Rás 2 á árinu 2006 þegar sveitin var nýstofnuð. Það er enginn hægðarleikur að benda fingri á þessa hljómsveit er um margt ansi mögnuð. Þau eru afar bresk en í hljómvegg sveitarinnar má heyra áhrifa víða að í hugann koma Skotarnir sálugu í The Delgados, Pavement, Deerhoof og önnur mögnuð bresk sveit sem lagði upp laupanna á síðustu öld og heitir Quickspace. Væntanleg skífa Los Campesinos! heitir Romance Is Boring og mun líta dagsins ljós fljótlega.

Los Campesinos! – I Just Sighed. I Just Sighed, Just So You Know

Los Campesinos! – The Sea Is A Good Place To Think of The Future

Vampire Weekend eru ofurhæpað band og á nýja platan, Contra, á eftir að vera nauðgað á þessu ári. Benson viðurkennir fúslega að þeir eiga allt ofhæp skilið enda er hér á ferðinni frábær breiðskífa og slær hún fyrirrennaranum auðveldlega ref fyrir rass. Hlýðum hér á tvö ótrúlega grípandi tóndæmi.

Vampire Weekend – Taxi Cab

Vampire Weekend – Run

Það er vissulega gleðitíðindi að listarokkarnir í Liars séu með nýja skífu í útgáfu. Benson hefur reyndar ekki gefið þeim mikinn gaum síðan þeir sendu frá sér hina mögnuðu They Were Wrong So We Drowned árið 2004. Nýjasta afurðin heitir Sisterworld og er mögnuð. Þeir eru vissulega kunnulegir en eru samt ekkert að hjakka í sama farinu og hljóma einhvern ekki eins og nein önnur sveit. Hér magnað tóndæmi.

Liars – No Barrier Fun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: