Miðvikudagstryllingur

Oft er þörf en nú er nauðsyn á nýrri færslu.  Benson er skriðinn úr janúarhýðinu og allur sprækari með stútfullan pakka handa ykkur.   Í janúar fór hann með öðlingunum í Sudden Weather Change til Englands í mínítónleikaferð og í ferðinni var að sjálfsögðu droppað við öllum helstu plötubúðum Lundúnaborgar.   Benson dvaldi á Portobello Road (gatan hans George Orwell) og þar eru gullnámur á borð Rough Trade, Honest Jon’s og Intoxica og þaðan var ekki gengið út tómhentur.

Í mörg ár hefur Benson ætlað að fjárfesta einu vanmetnasta meistarastykki allra tíma og er það Odessey and Oracle með goðsögnunum í The Zombies.  Hér eitt magnaðasta lag skífunnar í flutningi Gautaborgaranna í The Tough Alliance.

The Tough Alliance – Hung Upon a Dream (The Zombies cover)

Ég hafði aldrei gefið Kaliforníu-sveitinni Ganglians neinn séns og verður gerð bragabót á því enda klassasveit þar á ferð.  Ganglians spila ómstrítt og hrátt indírokk með 60’s snúníng og eru í háum gæðaflokki eins og tóndæmið gefur til kynna.  Bandið er gefið er út af hinni sívaxandi Woodsist-útgáfu í Norður-Ameríku sem einnig gefur hún hina fínu Toronto-sveit The Bitters sem minnir skemmtilega á gæðasveitir á borð við Kleenex/Liliput og The Raincoats.

Ganglians – Blood On The Sand

The Bitters – EAST

Loksins drullaðist maður til að ljúka við að horfa á síðustu þætti fjórðu seríu Dexter og verð ég að segja að endirinn stóðst allt hæp.   Hreint út sagt magnaður skítur og Dexter búinn að ná sér á strik aftur eftir ekkert of góðar aðra og þriðju seríu.  Einn aðalleikara var Keith Carradine sem m.a. lék í hinni alíslensku kvikmynd Fálkar.  Á áttunda áratug síðustu aldar sendi hann frá sér silkimjúkar þjóðlagaplötur og hér er titillag fyrstu skífunnar.

Keith Carradine – I’m Easy

James Murphy og félagar í LCD Soundsystem eru á fullu að gera nýja plötu og er bíður maður að sjálfsögðu með öndina í hálsinum.  Hér er smá teaser fyrir gripinn sem hefur ekki hlotið nafn.  Einnig fylgir með reffileg ábreiða af einni af mörgum ódauðlegum perlum Harry Nilsson.

LCD Soundsystem – Jump Into The Fire (Harry Nilsson cover)

Það er svo ekki hægt að enda þessa færslu án nýs efnis frá hinni mögnuðu Joanna Newsom og hins magnaða Caribou.  Í lok mánaðarins mun þriðja breiðskífa hennar líta dagsins ljós og heitir „Have One On Me„.   Hún lét eitt lag flakka á heimasíðu Drag City og er lagið magnaðra en ég þorði að vona eins og má heyra að neðan.  Nýtt EP með Caribou er að koma út og hljómar titillagið afar vel eins og við er að búast af honum.

Joanna Newsom – Good Intensions Paving Company

Caribou – Odessa

2 hugrenningar um “Miðvikudagstryllingur

  1. ‘81 | siggimus skrifar:

    […] another song from the album, good intentions paving company [update via benson] 15:08, Wednesday, January 27th, 2010 […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: