Seiðandi sunnudagsstöff

Frisco-sveitin Wooden Shjips hafa ávallt fallið ágætlega í kramið hjá Benson enda sækja þeir hráefni sitt í súrkálsverkmiðjur goðsagna á borð við Neu!, Cluster, Spacemen 3 og Harmonia.   Þeir eiga útgefið efni á ekki ómerkari leibelum en Sub Pop og Holy Mountain sem er sannarlega gæðastimpill.  Þessi smáskífa kom út hjá minna en ekki síður framæknara merki, Mexican Summer.  Takið eftir hristunni.

Wooden Shjips – Contact

Annað hressandi útgáfufyrirtæki heitir True Panther og er undirmerki hins eilífa Matador sem í gegnum síðustu tvo áratugi hefur gefið margt af því besta sem út hefur komið á þessum tíma.  Í fyrra komu út frábærar skífur með Girls og Lemonade.  Þeir síðarnefndu eru með Pure Moods í pípunum og er þröngskífa sem hefur að geyma þetta gæða lag og þeirra besta hingað til.

Hjá  True Panther kom út þetta fína lag í fyrra.  Tamaryn eru frá San Francisco og New York og gera út frá hinni síðarnefndu borg.  Á árinu er væntanleg breiðskífa á Mexican Summer.

Síðast en ekki síst er þetta mergjaða lag frá smábænum Guelph í Kanada.  Memoryhouse skipa þau Evan Abeele og Denise og heitir flunkuný þröngskífa þeirra The Years og á eftir að skapa mikla lukku á þessu fantagóða tónlistarári.   Hér er sjónrænt hljóðdæmi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: