Smá gæðastöff

Fátt lítið veit Benson um þennan hrokkinhærða Seattle-búa nema það að hann framreiðir áreynslulítið en fantagott lágfitlsrokk.  Gæjinn heitir svo mikið sem Justin Ripley og er að gefa breiðskífuna sína sem ber titilinn Just Just á Bandcamp-síðunni sinni.  Söngrödd hans er afar hljómþýð og minnir óneitanlega á rödd hins vanmetna Cass McCombs og er hrokkinhærður líkt og Justin.

Justin Ripley – Borrowers

Justin Ripley – Swanked On Songs

Birt af bensonisfantastic

Benson is fantastic er eiginmaður, faðir og hljóðfæraeigandi úr Vesturbænum. Benson is fantastic heitir réttu nafni Benedikt Reynisson og hefur í undanfarin ár fengist við ýmislegt músíktengt stöff. Á árunum 2002-2006 stýrði hann útvarpsþættinum Karate á X-inu 97.7 og síðar á XFM 91.9. Hann gafst uppá X-unum og færði sig yfir á Rás 2 þar sem hann meðstýrði hinum snjalla útvarpsþætti Marzípan ásamt Zúra manninum veturinn 2006-2007. Sá þáttur lifði því miður skammt en hver veit nema að hann dúkki upp á ný í einhverju formi. Benson slær handahófskennt á strengi í Flóríta og vinnur m.a. fyrir Gus-gus, Jón Jónsson ehf., Smekkleysu SM ehf., ÍTR o.s.frv. Benson svarar tölvupóst á le_benni@hotmail.com

Join the Conversation

2 Comments

Færðu inn athugasemd