Aftur í form

Benson hefur alltaf verið frekar svag fyrir Ted Leo og hljómsveit hans The Pharmacists og sérstaklega breiðskífunum „Tyranny of Distance“ og „Hearts of Oak“.  Fyrir um það bil tveimur árum sendi hann frá sér sína afburða slökustu breiðskífu hjá hinu goðsagnakennda merki Touch and Go Records sem er svo gott sem komið í dvala.   Sú skífa hét „Living With The Living“ og er lítið í hana spunnið.  Nú er Ted og félagar mættir til leiks á ný með glænýja og smellna breiðskífu og að þessu sinni er það önnur goðsagnakennd útgáfa sem sér um að gefa út, engin önnur en Matador.    Nýja breiðskífan heitir „The Brutalist Bricks“ og fullyrðir Benson að Ted er kominn í form á ný og er það gleðiefni.

Á breiðskífunni fetar hann svosem kunnulegar slóðir en gerir það frábærlega og svo maður nafntogi aðeins þá hræra Ted og skósveinar gítardrifnum tónlistarblæjum úr smiðju Elvis Costello, Fugazi, The Clash, Spoon, Thin Lizzy, The Hold Steady o.s.frv..

Ted Leo er úr músíkalskri fjölskyldu og á bræðurna Chris og Danny Leo sem hafa spilað með sveitum á borð við The Lapse, The Van Pelt, Holy Childhood o.fl..  Ted er elstur og gleður það Benson að hann er kominn aftur á rétta braut eins og heyra má í þessum tóndæmum.

Ted Leo and the Pharmacists – Bartolomeo and the Buzzing of Bees

Ted Leo and the Pharmacists – Tuberloids Arrive In Hop

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: