Helgarmix

Nú er helgin að renna í hlað og ekkert annað í boði en gott mix.  Mixið að þessu sinni er með ómeðvitað dýraþema.

Benson er afar spenntur yfir Seattle sveitinni Pill Wonder þessa dagana.  Sveitin telur sjö meðlimi sem saman ægja hressandi og úrkynjaða blöndu með vott af Neutral Milk Hotel, Beach Boys, Danielson, Panda Bear o.fl..  Nýja platan heitir Jungle/Surf og er átta laga, klárlega ein af útgáfum ársins.   Hér er líka lag af væntanlegri skífu Here We Go Magic sem svíkur ekki.  Neon Indian er kominn með nýtt lag sem ku vera gefið út af gosdrykkjaframleiðandanum Mountain Dew sem er vafasamt en lagið ansi sterkt.  ARMS er þríeyki frá Brooklyn sem lofar góðu og út var að koma ansi kröftugt fimm laga EP sem mælandi er með.

Frá Englandi kemur forvitnilegt band sem blandar saman áhrifum úr dub, grime og post-rokki.  Nýja platan þeirra heitir Dagger Paths og er afar áheyrileg.   Hljómsveitin heitir Forest Swords og kemur frá Liverpool.

Síðast en ekki síst eru það The Fresh & Onlys, Power Animal og Mock & Toof sem allar eru að senda frá sér skífur hressa og kæta.

Sjáum fyrst myndband með Pill Wonder.

Mix er hér.

  1. Pill Wonder – Fogg Eater
  2. Pill Wonder – Gone To The Market
  3. Here We Go Magic – Collector
  4. Power Animal – Birds Have Worries Too!
  5. The Fresh & Onlys – Garbage Collector
  6. ARMS – Heat & Hot Water
  7. Forest Swords – Visits
  8. Neon Indian – Sleep Paralysist
  9. Mock & Toof – Farewell To Wendo

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: