Roky Erickson & Okkervil River

Eitt mest spennandi samstarf ársins er án efa þeirra Roky Erickson fyrrum forsprakka 13th Floor Elevators og gæðasveitarinnar Okkervil River.  Út er að koma breiðskífan True Love Cast Out All Evil hjá Anti í apríl.    Bæði tónlistarmaðurinn og hljómsveitin koma frá hinni frjóu tónlistarborg Austin í Texas og komu fram saman á sterahátíðinni SXSW sem haldin var fyrir stuttu.

Hér eru tvö tóndæmi sem hljóma vel í eyrum.

R0ky Ericksson & Okkervil River – Forever

Roky Erickson & Okkervil River – Birds’d Crash

Roky heitir fullu nafni Roger Kynard Erickson og hefur oftar en ekki verið líkt við Syd Barrett þar sem hann á árum áður neytti skynvillandi eiturlyfja í miklum mæli og varð í kjölfarið tæpur á geði í  mörg ár.  Hann og hljómsveit hans frá sjöunda áratugnum, 13th Floor Elevator, eru löngu komin með költstatus og um hann hefur verið gerð fín heimildarmynd sem heitir You’re Gonna Miss Me.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: