Langþráð eyrnagott

Það er löngu kominn tími á vænan slunk af eðalstöffi úr eyrnamergssmiðju Bensons.  Benson er búinn að vera afar latur á kantinum en fullt af nýju stöffi er búið að bera í hús og sumt er heldur betur brot af því besta á þessu viðburðaríka ári.   Það eru engar slorútgáfur framundan, nýju breiðskífur LCD Soundsystem og Broken Social Scene verða án efa með þeim umtöluðustu á þessu ári, Benson er ansi sáttur við James Murphy og félaga þó svo að „Drunk Girls“ hafi ekki verið að gera sig í fyrstu.  Bobby Breiðholt kemst vel að orði þegar hann kallar það Wayne’s World lagið.  Eins og heyrist í tóndæminu hér að neðan er James í góðum gír á nýju plötunni og minnir kærkomið á Gary Numan.

Af öðru er Benson sáttur mjög við nýju Ariel Pink’s Haunted Graffiti sem heitir svo mikið sem „Before Today“ og er það þeirra fyrsta breiðskífa hjá hinu margfræga 4AD-merki.   Jamie Lidell er samur við sig á sinni fjórðu breiðskífu sem mun heita Compass og enn er það Warp sem sjá um útgáfu.  Girl Names er fantagott band frá Belfast á Norður Írlandi og voru þeir að gefa út fantagott samnefnt EP.  Librarians eru ansi áheyrilegt band frá hinu fáheyrða fylki í Norður-Ameríku, Vestur-Virginíu.  Þessi kvartett var að senda frá sér magnaða skífu sem heitir Present Passed.

Jim O’ Rourke er að senda frá sér nýja skífu með ábreiðum eftir Burt Bacharach og á henni koma við sögu góðvinir á borð við Thurston Moore, Yoshimi P-We úr Boredoms og Haruomi Hosono úr Yellow Magic Orchestra.

Avi Buffalo eiga klárlega bestu plötuna sem lítur dagsins ljós frá Sub Pop í ár og er hún samnefnd sveitinni sem kemur frá Long Beach.  Að lokum er með gamalt og klassískt með Guided By Voices af hinni eilífu Bee Thousand frá síðustu öld.

Hlustið hér.

 1. Avi Buffalo – Truth Sets In (kaupa)
 2. Girl Names – Graveyard (kaupa)
 3. Librarians – Wait and See (kaupa)
 4. Jim O’ Rourke – Always Something There To Remind Me (feat. Thurston Moore) (kaupa)
 5. Ariel Pink’s Haunted Graffiti –  Beverly Kills (kaupa)
 6. Guided By Voices – I Am a Scientist (kaupa)
 7. LCD Soundsystem – I Can Change (kaupa)
 8. Broken Social Scene – Chase Scene (kaupa)

Ein hugrenning um “Langþráð eyrnagott

 1. Bobby skrifar:

  Drunk Girls! Drunk Girls! It’s party time! Excellent!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: