Whole Lotta Sebastian

Út voru að koma tvær breiðskífur þar sem ein öflugasti trymbill síðustu ára, Sebastian Thomson, refsar húðum eins og enginn sé morgundagurinn.  Þetta eru níunda breiðskífa Íslandsvinanna í Trans Am og fyrsta breiðskífa Lundúnasveitarinnar Dead Kids.  Trans Am hafa ávallt gert út frá Bandaríkjunum og hefur verið starfandi í tæpa tvo áratugi og sendi frá sér hverja snilldarplötuna á fætur annarri uppúr miðjum tíunda áratug síðustu aldar.   Nýjasta afurð Trans Am heitir „Thing“ og sem áður framreiða þeir surgandi svuntuþeysararokk með áhrifum frá Neu!, Tubeway Army, Van Halen, Giorgio Moroder og King Crimson svo einhver dæmi séu tekin.

Trans Am – Black Matter (kaupa)

Dead Kids er öllu heldur hefðbundara band og þykja tónleikar með þeim ansi hressandi.   Þeir gáfu út tvær smáskífur fyrir tæpum fjórum árum sem sköpuðu mikið suð í bloggheimum.  Nú er komin breiðskífan „Dark Party“ sem á fína spretti þó svo sveitin sé ekki svo sú frumlegasta.  Þá má kannski kalla skemmtilega útgáfu af Bloc Party með vænni slettu af háði, hættu og stuði.

Dead Kids – She She (kaupa)

Sebastian starfrækir einnig sólóprójekt sem hann kallar Publicist og vægast sagt danshæft stöff.  Hann sendi fyrir stuttu síðan frá sé þröngskífu á hinu þýska dansmerki Gomma sem er hressandi listamenn á borð við Phenomenal Hand Clap Band, Headman, WhoMadeWho, Munk og fleiri á sínum snærum.  Hér sjónheyrnardæmi með Publicist ásamt Ian Svenonius úr The Make-Up, Nation of Ulysses af téðri þröngskífu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: