Af því að sumarið er loksins komið

Fyrrum Rollingurinn Bill Wyman sendi frá sér afbragðs samnefnda skífu árið 1982 og á henni er þetta yndislega lag sem kemur Benson í óendanlegt sumarstuð.

Það er fullt af  góðum skít í gangi þessa dagana.  LCD Soundsystem er klárlega besta platan sem komið  hefur í langan tíma, ekki er Benson að tengja við Broken Social Scene, það vantar allan rass í hana en vel má vera að hún smelli síðar.   Hér eru nokkur lög sem Bensoninn bonda ansi vel við.  Fyrst er það hin alíslenska öfgaspazzrokksveit Swords of Chaos sem eru í þann mund að senda frá sér sjötommu smáskífuna Nashkel Mines og er gallharður kögull af fyrstu skífunni, „The End Is As Your Teeth“.  Á smáskífunni sem kemur út í júní er einnig seiðandi Stilluppsteypu endurmix.  Þetta verður án efa ein af betri íslensku útgáfunum í ár.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Ein betri sveit samtímans, Menomena, sendir frá sér sína þriðju breiðskífu í júlí og er fyrsti síngullinn kominn og ekki svíkja þeir frekar en fyrri daginn.  Breiðskífan heitir „Mines“ og væntingar eru miklar í samræmi við væntanleg gæði.

Menomena – Five Little Rooms

Sun Araw voru að senda frá sér „On Patrol“ er það fjórða breiðskífa sveitarinnar.  Um að ræða dubskotið eiturlyfjadrone í anda Spacemen 3 og Faust.  Hér er þó ekki tóndæmi af henni heldur af skífu sem þeir sendu frá sér í fyrra, „Heavy Deeds“.  Á heimasíðu sveitarinnar má hlýða breiðskífur sveitarinnar eins og þær leggja sig.  Lo-fi-leibelið Woodsist munu gefa út þröngskífuna „Off Duty“ á komandi mánuðum.

Sun Araw – Heavy Deeds

Horse Steppin’ er að finna á annarri breiðskífu sveitarinnar, Beach Head, og er myndbandið afar sjónrænt og fagurt svo ekki meira sé sagt.

Kanadísku Íslandsvinirnir hafa oft náð góðum hæðum eins og heyra má í þessu lagi af Expo 86 sem er þeirra þriðja breiðskífa.

Wolf Parade – What Did My Lover Say? (It Always Had To Go This Way)

Gleðilegt sumar!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: