Allskonar föstudags

Hér er allskonar hressandi fyrir helgina.  Benson vill byrja á að mæla eindregið með gæða bloggsíðunum 20 Jazz Funk Greats frá Brighton og hinni írsku Nialler 9.   Maður gengur nánast alltaf að einhverju gómsætu og framandi stöffi þar.

Í mixi helgarinnar fá að hljóma Patrick Kelleher & His Cold Hands sem hefur verið að valda þónokkrum usla í heimalandi sínu og mætti e.t.v. kalla hinn írska Ariel Pink.  Einnig frá Írlandi kemur Damien Lynch sem fer fyrir hinu dularfulla og eggjandi prójekti Sarsparilla.  Hann var að senda frá sér breiðskífuna „Slave To The Cat Gang“ þar sem andar sándtrökk John Carpenter og sjónvarpsþátta á borð við The Equalizer, Air Wolf, Magnum P.I. svífa yfir vötnum.

Forsprakki Black Moth Super Rainbow, Tom Fec, var að senda frá sér hundsúra og fantahressandi skífu undir nafninu Tobacco.  Skífan heitir „Maniac Meat“ og er það gæðamerkið Anticon sem sér um útgáfu.  Barsuk hafa í gegnum tíðina gefið út nokkur gæðabönd í gegnum tíðina og bera hæst Menomena, John Vanderslice og Death Cab For Cutie.  Út var að koma eðalskífa með Chicago-sveitinni Maps and Atlases og heitir „Perch Patchwork“.   Hljómsveitina má svosem kalla þjóðlagakennt afbrigði Menomena og TV On The Radio eða ekki eins flókin útgáfa af Dirty Projectors.  Mjög sannfærandi band hér á ferð og það eru einnig Suckers frá New York.  Þeir eru í þann mund að senda frá sér frábæra skífu sem heitir „Wild Smile“ og minnir á köflum á uppáhalds Flaming Lips-skífu Bensons, „Clouds Taste Metallic“, og Modest Mouse þegar þeir voru uppá sitt allra besta í kringum aldarmótin síðustu.  Ekki skemmir að Syd Butler bassaleikari Les Savy Fav gefur sveitina út á merki sínu, French Kiss.

Frá New York gerir einnig út Eric Copeland nokkur sem margir ættu að þekkja sem forsprakka hávaðasveitarinnar Black Dice.  Hann var að senda frá sér sjötommuna „Doo Doo Run“ á Animal Collective leibelnum Paw Tracks og hljómar svona helvíti vel – Eric mætir þar á sólrænni slóðir og er í svakastuði.

Börsungarnir í Delorean gáfu út stórgott EP í fyrra og nú er komin breiðskífan „Subiza“ sem Benson er nýbúinn að taka í sátt og þótti ekki mikið til koma við fyrstu hlustun.  Þessir spænska sveit hefur nú samið við True Panther Records sem er undirmerki Matador.  Finnarnir í Villa Nah eru mjög Gary Numan-aðir á því og eiga fína spretti á breiðskífu sinni sem er fjarri því að vera gallalaus. Síðast en ekki síst fá hér að hljóma eðaltónar frá sólríku Kaliforníu.  Hér eru á ferð tvö gjörólík sólóverkefni, Active Child og Ty Segall.   Hinn klassískmenntaði Pat Grossi skipar Active Child og hóf sinn tónlistarferil í drengjakór í Fíladelfíu (ekki söfnuðinum!!!!) og er hann mættur með frábært EP sem heitir „Curtis Lane“.   Tónlistin sver sig meira í ætt við O.M.D., Animal Collective, New Order og jafnvel Sigur Rós á köflum heldur en tónlistaræskuslóðir hans.   Tónlist Active Child er þó hátíðleg á köflum.  Ty Segall var áður í garage-sveitinni The Epsilons og er að gera gasalega fína hluti á sinni nýjustu plötu sem heitir „Melted“ og tekin upp ásamt John Dwyer úr  The Oh Sees og meðlimum Sic Alps, Crack W.A.R. o.fl. San-Francisco sveita.  Fílíngurinn í honum er hressandi, minnir mann á partí með John Lennon, Jay Reatard, The Standells og Sebadoh í byrjun næntísins.

Hlustið og njótið.  Góða helgi!!

 1. Patrick Kelleher & His Cold Hands – Contact Sports (kaupa)
 2. Tobacco – Fresh Hex (Feat. Beck) (kaupa)
 3. Eric Copeland – Fun Dink Death (kaupa)
 4. Suckers – Save Your Love For Me (kaupa)
 5. Maps & Atlases – Solid Ground (kaupa)
 6. Villa Nah – Ways To Be (kaupa)
 7. Active Child – I’m In Your Church at Night (kaupa)
 8. Delorean – It’s All Ours (kaupa)
 9. Ty Segall – Caesar (kaupa)

3 hugrenningar um “Allskonar föstudags

 1. Haukur SM skrifar:

  Vel gert, Benson!

 2. […] Hér er nýtt myndband frá Eric Copeland úr Black Dice.  Þetta lag var að finna í þessu mixi.   Hann var að senda frá sér nýja skífu sem heitir Strange Days hjá útgáfu Dean Spunt úr […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: