Freskt súrkál

Benson hefur löngum verið svag  fyrir góðu krautrokki.  Allir þekkja gæðasveitir á borð við Can, Neu!, Faust, Popol Vuh, Kraftwerk, Harmonia, Cluster o.fl..  Besta krautrokkið í dag er án efa Hallogallo 2010 sem reyndar ekki nýtt undir sólinni því þá sveit leiðir fyrrum helmingur Neu! og sjálfur Cliff Richards krautrokksins, Michael Rother.   Hallogallo 2010 flytja eingöngu lög úr smiðju Neu! í tilefni þess að út var að koma hið langþráða Neu! box og þar sem hinn helmingur Neu! er látinn hefur Rother fengið félaga sína úr Sonic Youth, Tall Firs og School of Seven Bells til að með sér.  Þeir munu spila einhverja tónleika á árinu og hér er örstutt sýnishorn frá Primavera Sound.  Þetta er örugglega besta kombakk sögunnar ef kombakk má kalla.

Nýrri sveitir eru að gera fínt kraut í dag.   Þetta eru hin alþýsku Von Spar og hinar alamerísku Emeralds, Jonas Reinhardt og svo  er smá sveskja í bjúguendanum frá Tortoise sem eru búnir að vera töluvert lengur að.  Þessar sveitir eiga það sameiginlegt að vera í betri kantinum og voru að gefa þessi lög út á árinu.

Njótið.

  1. Emeralds – Candy Shoppe
  2. Jonas Reinhardt – Atom Bomb Living
  3. Von Spar – Hybolt
  4. Tortoise – Ice Ice Gravy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: