Gamlir vinir snúa aftur

Góðvinir Bensons til margra ára og ein af mjög fáum sem hafa komist í flokk uppáhaldsveita hans eru spazz/slackersveitin Trumans Water frá Portland í Oregonríki.  Sveitina leiða bræðurnir Kirk og Kevin Branstetter og stofnuðu hana upprunalega árið 1991 í San Diego í Kaliforníu þar sem þeir auglýstu eftir söngvara með engan heila og samband hafði kauði sem heitir Glen Galloway.   Í byrjun voru þeir U2-ábreiðusveit en Glen kynnti bræðrum fyrir sveitum á borð við The Fall, Wire og Nation of Ulysses.   Glen söng og spilaði á gítar fyrstu árin en yfirgaf svo sveitina árið 1994 til að sinna fjölskyldu, trú og hljómsveit sinni Soul Junk sem er með vanmetnari sveitum síðustu áratuga.  Hann hefur þó dúkkað upp á plötum endrum og eins.

Fyrsta platan kom árið 1992 og heitir Of Thick Tum og var spiluð í heild sinni af æstum aðdáenda sveitarinnar, goðsögninni John Peel, á ljósvakaöldum BBC.  Fleiri þekkta aðdáendur hefur sveitin átt og má m.a. nefna þá John Paul Jones úr Led Zeppelin, Thurston Moore úr Sonic Youth, Beck, Cat Power og Sufjan Stevens sem mun gefa út væntanlega breiðskífu þeirra O Zeta Zunis á útgáfu sinni, Asthmatic Kitty.  Tvö lög eru farin að hljóma af henni og eru Benson vel að skapi.

Trumans Water voru þónokkuð nafntogaðir á fyrstu starfsárum sínum og var oftast líkt við nágranna sína í Pavement, enda báðar Kaliforníu-sveitir í grunninn og voru plötur beggja sveita collage-skreyttar í bak og fyrir.  Þrátt fyrir mörg líkindi hafa Trumans Water alltaf verið ærslafyllri og óbeislaðri og sögðu sumir blaðamenn Pavement hljóma eins og U2 eða m.a.s. Kenny G eins og Pitchfork skrifuðu í einum dómnum.

Áhrif sveitarinnar koma víða að, m.a. frá The Fall, Swell Maps, Faust, Sun City Girls, Stooges, Sun Ra, Polvo, Boredoms o.fl..  Listinn yfir ólíka tónlistarmenn sem þeir hafa deilt sviðum og túrað með er nánast endalaus og má þar nefna Stereolab, Fugazi, Beck, Guided By Voices, The Jesus Lizard, Sonic Youth, Boredoms, Blonde Redhead, Polvo, Frog Eyes, Fu Manchu, The Fall, American Music Club og hina alíslensku gæðasveit Stilluppsteypu.   Listinn yfir útgáfur þeirra er nánast lengri.

Benson býður vini sína velkomna til leiks á ný.

Njótið tóndæma af ýmsum plötum sveitarinnar.

  1. 5-7-10 Split (af O Zeta Zunis)
  2. Silver Tounge Please (af The Singles 1992-1997)
  3. Aroma of Gina Arnold (af Spasm Smash XXXOXOX Ox and Ass)
  4. Lo Priest (af Spasm Smash XXXOXOX Ox and Ass)
  5. The Sad Skinhead (Faust-ábreiða af Spasm Smash XXXOXOX Ox and Ass)
  6. Empty Queen II (af 10 x My Age)
  7. Wealth In Flask (af Fragments of a Lucky Break)
  8. A Tiny World With The Jitters (af Fragments of a Lucky Break)
  9. Finest Donut Theme Song (af Skyjacker/Floorjacker 7″)
Merkt , , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: