P-in tvö

Noah Lennox hefur verið óstöðvandi síðustu ár.  Ef hann er ekki á fullu með Animal Collective þá er hann á fullu að sinna Panda Bear.   Reyndar söng hann eitt besta lag síðasta árs, Walkabout með Atlas Sound.   Nú er hann að leggja drög að Tomboy, sem ku vera næstu breiðskífa Panda Bear, og ætlar hann að gefa út sjötommur á hinum og þessum útgáfum, þ.á.m. Paw Tracks, Fat Cat, Domino og Kompakt.

Fyrsta smáskífan er komin og hefur að geyma titillagið sem er döbbskotið og eru gítarar mun greinilegri en á síðustu verkum hans.

Panda Bear – Tomboy

Suður-Evrópubúar hafa svosem ekki verið ötulir við að koma framsæknum tónlistarmönnum sínum á framfæri og þá allra síst Spánverjar og Portúgalir.  Á Spáni eru nú haldin þrjú af feitustu tónlistarfestivölum í heiminum í dag og hljómsveitir á borð við Delorean og El Guincho hafa verið að ríða sæmilega feitum hestum á breiðskífum sínum.

Frá Lisabon í Portúgal kemur þessi öfluga sveitin Paus.  Þeir voru að senda frá sér fjögurra laga EP sem hljómar fjári vel.   Ríðum hér á vaðið með fyrsta lag hennar sem sungið er á móðurmálinu.  Þessi öflugi köggull er eins og Animal Collective á sterum með smá vísun í Battles og hina sálugu The Mae Shi.

Paus – Pelo Pulso

Merkt , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: