Föstudash

Það er loksins kominn föstudagur og ekkert annað í boði en að slengja í ykkur eins og einum vænum lagalista.   Aðalmálið í dag er að sjálfsögðu Norræna listahátíðin Ting sem býður uppá spikspennta tónleikadagskrá með nokkrum af frambærilegustu Norðurlanda.  Benson að skapi er m.a. hin ein sérstæða sveit Wildbirds & Peacedrums.  Hana skipa hjónakornin Mariam og Andreas og kokka þau saman blöndu sem inniheldur gamelean-slagverk og svo örlítið dass af Björk, Dirty Projectors, Bat or Lashes og jafnvel Deerhoof.   Þau spila ásamt Hjaltalín í Fríkirkjunni annað kvöld en á Ting koma einnig fram gleðigjafarnir í Datarock, Retro Stefson og Berndsen.

Deerhoof senda frá sér nýja og vægast langþráða breiðskífu og hefur hún fengið heitir Deerhoof Vs. Evil.  Nú þegar er hægt að streyma lög af skífunni hér og þar um veraldarvefinn og heldur sveitin áfram að feta lítt troðnar slóðir.   Deerhoof hljóma aldrei eins en hljóma samt alltaf eins og Deerhoof.  Hér er að neðan er myndbrot úr hljóðveri sem inniheldur „Let’s Dance The Jet“ af Deerhoof Vs. Evil sem kemur opinberlega út 25. janúar á næsta ári.

Rapparinn knái Busdriver er góðvinur Deerhoof og lengi hefur í bígerð verið samstarfsskífa þeirra.   Afraksturinn er þokkalegur eins og heyra má að neðan.   Busdriver heitir réttu nafni Regan John Farquhar og er búinn að hóa saman í flunkunýja sveit Physical Forms og er tóndæmið að neðan allt annað en slor.

Ein besta plata þessa árs er Stoned Alone með eins manns sveitinni Coma Cinema og má finna lag af henni hér.   Sveitina skipar hinn hæfileikaríki og afkastamikli Mat Cothran og er kappinn tilbúinn með aðra breiðskífu sem kemur út á næsta ári og mun heita Blue Suicide.  Búast má við að hún verði hátt skrifuð á komandi misserum enda frábær tónlistarmaður hér á ferð.

Hér er svo sitthvað af hinu og þessu.

Njótið!!

 1. Wildbirds & Peacedrums – Peeling Off The Layers
 2. Deerhoof – The Merry Barracks
 3. Deerhoof – Travels Broaden The Mind
 4. Deerhoof (feat. Busdriver) – I Did Crimes Behind Your Eyelids
 5. Physical Forms – On The Brink
 6. Dungen – Brallor
 7. Lykke Li – Get Some
 8. Dream Boat – Young & Fine
 9. Coma Cinema – Desolation’s Plan
 10. Bear Hands – Crime Pays
 11. El Guincho – Bombay
 12. Eurythmics – Sing Sing
 13. Jake Troth – Material Things
Merkt , , , , , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: