Nýárzmúzík

Nýtt ár er hafið hjá Benson og byrjar barasta þokkalega.  Stórtíðindin só far eru án vafa ný breiðskífa frá Deerhoof sem er sveit sem Benson hefur mikið dálæti á og aldrei farið í felur með það.  Hljómsveitin er ein sú frumlegasta, hressasta og uppátækjasamasta sem sögur fara af.  Nýja platan heitir Deerhoof Vs. Evil og magnaður sykurhúðaður adrenalín súraldinrokkmoli.  Segja má að Deerhoof hljómi alltaf eins sem og að hún hljómi aldrei eins.  Nokkuð er víst að engin sveit hljómar eins og Deerhoof og á nýju skífunni eru öll sverð vel brýnd, lögin töluvert slípaðri og sveitin einbeittari en á hinni mistæku Offend Maggie sem sveitin sendi frá sér fyrir tæpum þrem árum.  Deerhoof fær okkur allt það besta sem þau hafa fram að færa og meira til.

Benson kynnir til leiks nýtt og efnilegt efni á þessu glænýja ári.  Frá Austin og Toronto kemur hið eiturhressa blúsrokkdúó Black Pistol Fire.  Þeir eru ekkert að finna upp nein hjól en eru svakahressir og hreinræktaðir rokkhundar í anda Fu Manchu, The Black Keys, White Stripes og á minna á köflum á góða stöffið með Kings Of Leon.

Frá Austin kemur einnig stónerpoppsveitin Pure Ecstasy og ku vera væntanlega skífa á árinu.  Það er vel mælandi með sveitina fyrir aðdáendur sveita á borð við Real Estate, Ducktails, Woods og fleira gæðajukk frá Woodsist.  Woodsist eru einmitt nýbúin að henda út nýrri skífu frá hinni sólbrenndu eðalsveit White Fence sem er sveit leidd af Tim Presley úr Darker My Love.  Þið sem fílið Byrds, Ariel Pink, Big Star, The Kinks o.fl. ættið gjarnan að leggja við hlustir.

Frá Taiwan kemur hinn sultuslaki og ofursvali Alex Zhang Hungtai.  Hann er í þann mund að senda frá sér eina svölustu skífu ársins undir nafninu Dirty Beaches.  Gaurinn hefur verið að gera út frá Vancouver og er að gera fáránlega töff hluti á Badlands sem kemur út á næstu dögum.  Hann grautar saman áhrifum frá ekki ómerkari mönnum og konum en Suicide, Patti Smith, Bo Diddley, Elvis Prestley o.fl..  Þessi blanda getur ekki klikkað eins og heyrist í þessum tveim tóndæmum.

Discodeine eru Fransmenn og framreiða svellkallt gáfumannadiskó með nettu kraut-ívafi.   Þessir tvímenningar hafa sent frá sér nokkrar tólftommur og hafa meðal annars hljóðblandað Íslandsvinina Who Made Who, Metronomy, Friendly Fires og eru í þann mund að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu.  Meðal gestasöngvara eru eðalmennin Jarvis Cocker, Matias Aguayo og Baxter Dury.   Tóndæmið að neðan inniheldur hinn eldhressa Argentínubúa Matias Aguyao sem minnir skemmtilega á hinn magnaða söngstíl Holger Czukay sem plokkaði bassa með Can forðum daga.

Úr Ástralíudeildinni eru engir aukvissar.  Það mætti halda að Cut Copy hafi séð fyrir um flóðin í heimalandi sínu en þeir hönnuðu kóverið á sinni þriðju og nýjustu skífu sem mun heita Zonoscope.  Minna þekktir eru þó My Disco og svipar þeim lítið til landa sinna, tónlist þeirra er hörð, köld og transhvetjandi.  Nýjasti gripur þeirra heitir Little Joy og kemur út á alheimsvísu hjá Temporary Residence.  Það er enginn annar en sjálfur Steve Albini sem sér um að hanna hljóðið og það vel við sveitina.

Bestu skífu síðasta árs átti að mati Benson Kanadasveitin Women sem e.t.v. söng sitt síðasta á síðasta ári, vonandi að þeir nái að sættast og taka saman að nýju.  Hljómsveitin stefndi í að vera ein að magnaðsta gítarsveit framtíðarinnar en sprakk á limminu í haust.  Sagan segir að bræðurnir Matthew og Patrick Flegel hafi slegist heiftarlega fyrir síðustu tónleika þeirra.  Út var að koma nýtt lag með þeim og ber afar viðeigandi titil.

Síðast en ekki síst eru hér þrjú mögnuð lög sem öll gæla við mjúku blettina á Benson.  Þetta eru nostalgíuboltarnir í Iron & Wine, ANR og Of Montreal.

Njótið!!

 1. Deerhoof – Qui Dorm, Només Somia
 2. Black Pistol Fire – Where You Been Before
 3. Dirty Beaches – Lord Knows Best
 4. White Fence – And By Always
 5. ANR – The Endless Field Of Mercury
 6. Iron & Wine – Monkeys Uptown
 7. Discodeine – Singular (feat. Matias Aguayo)
 8. Of Montreal – Gallery Piece (JB Remix)
 9. Cut Copy – Need You Now
 10. My Disco – Turn
 11. Women – Bullfight
 12. Pure Ecstacy – Voices
Merkt , , , , , , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: