Mánudagsbland

Langt er liðið frá síðasta mixi og því kominn tími á nýtt og gott.  Hér eru nokkrir snilldarmolar sem eru búnir að krauma og sýsla í eyrum Bensons undanfarið.   Þetta er allskonar tónlist héðan og það og hérumbil allt nýtt stöff, allt nema A.R. & The Machines.  Á listanum er m.a.s. að finna nokkur atriði sem eru væntanleg á klakann á þessu ári og eru engir slorlistamenn.  Þetta eru að sjálfsögðu Deerhunter sem spila á Reykjavík Music Mess, Caribou sem munu spila á Nasa í maí og önnur minna þekkt sveit er heitir Liturgy sem spila argandi hressan svartmálm.  Þessi sveit mun koma fram á Iceland Airwaves í október.   Þetta nýja Battles lag er ekkert smástykki og kyndir heldur betur undir væntingum fyrir næstu skífu.  Benson var reyndar örlítið smeykur um framtíð sveitarinnar eftir að Tyondai Braxton datt úr skaftinu, en úff þetta lag!!

Hér er líka smá nýkraut frá Wet Hair sem hljóma eins og lofi-útgáfa af Harmonia eða Chrome með Nick Cave í broddi fylkingar, þ.e. þegar hann var enn að sprauta sig með heróíni og man ekki eftir að hafa komið til Íslands. Bibio sendir frá sér nýja plötu fljótlega og sömuleiðis hin magnaða Baltimore-sveit PonytailThe Psychic Paramount er aggressíf sönglaus rokksveit sem minnir á það harðasta með Trans Am og bresku tilraunapönksveitina This Heat.  Ducktails er sólóverkefni Matthew Mondanile sem einnig plokkar strengi í hinni ágætu sveit Real Estate. 

Njótið til hins ýtrasta.

 1. Tickler Tea & Magic Fuzz – The Shakedown
 2. Deerhunter – Helicopter (Diplo & Lunice Mix)
 3. Bibio – Anything New
 4. Battles – Ice Cream
 5. WIN WIN – Victim
 6. A.R. & The Machines – Come On, People
 7. Toro Y Moi – Still Sound
 8. Ducktails – Killin The Vibe
 9. Wet Hair – Cold City
 10. Bass Drum of Death – GB City
 11. The Psychic Paramount – RW
 12. Liturgy – High Gold
 13. Ponytail – Easy Peasy
 14. Rainbow Arabia – Without You
 15. Caribou – Odessa (Junior Boys Mix)
 16. Sin Fang – Always Everything
Merkt , , , , , , , , , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: