Fantagott miks

Benson er smátt og smátt að skríða út úr hýðinu sínu og ætlar að brjóta odd af oflæti sínu með einu fantamiksi. Þetta er smá tóndæmi af því sem Benson hefur verið að japla á síðustu vikur og mánuði, hálfgert best of eiginlega.

Þetta er slatti og verður stiklað á stóru.  Byrjum þetta á Cut Copy sem eiga bestu tónleika ársins só far, þeir stóðust allar væntingar og vel það (Benson hefur verið fan síðan hann heyrði Bright Like Neon Light um árið).  Benson hefur sömuleiðis ekki farið í felur með aðdáun sinni á John Maus enda er nýjasta breiðskífan hans pjúra snilld.  Grimes er með sérstakari söngkonum í dag og líkar Benson vel, sömuleiðis er endurmiksið hennar af Washed Out afar gott.   Íslandsvinirnir í Crystal Antlers eru mættir með nýja plötu, þeir gerðu stormandi lukku á Iceland Airwaves 2009 og sömuleiðis Elanor Friedberger þegar hún mætti á Airwaves hér um árið ásamt The Fiery Furnaces.  Besta mash-up síðari ára verður að vera þeirra sem standa að baki Wugazi (Wu Tang Clan og Fugazi) – það er einfaldlega of gott enda er þetta samansettur bræðingur tveggja af áhrifamestu sveita allra tíma.  Buddy Holly tribjút-platan er ágæt, sumt hrútleiðinlegt annað gott og eiga bestu sprettina þau Modest Mouse og Florence + The Machine.   Modern Witch er í boði Selected Songs sem er án efa langflöttasta íslenska tónlistarbloggið í dag.

Fantabetra / Fantabest

 1. Cut Copy – Where I’m Going (kaupa)
 2. John Maus – Head For The Country (kaupa)
 3. EMA – California (kaupa)
 4. Grimes + D’eon – Vanessa (kaupa)
 5. Modern Witch – Not The Only One (heimasíða)
 6. Prurient – A Meal Can Be Made (kaupa)
 7. Wugazi – Ghetto Afterthought (streyma)
 8. Paleo – Over The Hill and Back (kaupa)
 9. Crystal Antlers – Summer Solstice (kaupa)
 10. Jon Spencer Blues Explosion – Black Betty (kaupa)
 11. The Men – Shittin’ With The Shah (kaupa)
 12. Casa Del Mirto – Killer Haze (kaupa)
 13. Washed Out – Soft (kaupa)
 14. Washed Out – Eyes Be Closed (Grimes Remix)
 15. Metronomy – The Bay (kaupa)
 16. Eleanor Friedberger – Roosevelt Island (kaupa)
 17. Florence + The Machine – Not Fade Away (kaupa)
 18. Work Drugs – Rad Racer (kaupa)
 19. Iceage – White Rune (kaupa)
 20. Eric Copeland – Land of Foot (kaupa)
 21. NODZZZ – Always Make Your Bed (kaupa)
 22. Bibio – K is For Kelson (kaupa)
 23. Coma Cinema – Caroline, Please Kill Me (kaupa)
 24. Campfire OK – Strange Like We Are (kaupa)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: