Bestu útgáfur ársins 2011

Hér eru nokkrar af eftirminnilegustu skífum ársins að mati Bensons. Þetta er alltaf jafn erfitt val og hefur Benson viðhaldið þeirri stefnu að velja þær útgáfur sem hann hlustaði mest á eða sköruðu fram úr af einhverju leiti.

Njótið!

# 30

Grimes / d’Eon – Darkbloom

Samkrull ársins er án vafa samsuðuskífa Montréal-búanna Grimes og d’Eon. Grimes dansar fiðurlétt á milli ólíkra tónlistarmanna á borð við Lykke Li, Alicia Keys, Xiu Xiu og Panda Bear á meðan d’Eon kallar fram áhrif úr Detroit-teknói og Alan Parson Project. Mögnuð blanda.

Hippos in Tanks / Arbutus; 2011

Kaupa

# 29

Danny Brown – XXX

Detroit-rapparinn Danny Brown er með skemmtilegri og hressari rapplista-mönnum sem hafa komið fram á sjónarsviðið síðan Dizzee Rascal sendi frá Boy In Da Corner hér um árið. Danny er framsækinn, fyndinn og ögrandi rappari sem fer ótroðnar slóðir sem heyrist í sömplum frá gæðasveitum á borð við This Heat, Metronomy, Fleet Foxes og Hawkwind.

Fool’s Gold; 2011

Kaupa

# 28

Wolves In The Throne Room – Celestial Linage

Olympia-sveitin Wolves In The Throne Room hafa löngu rutt sér rúm sem ein framsæknasta svartmálms-sveit Bandaríkjanna. Hljómsveitin hefur verið sett í flokk sem spekingar kalla Astral Black Metal

Southern Lord; 2011

Kaupa

# 27

GusGus – Arabian Horse

GusGus áttu gríðarlega vel heppnaða endurkomu á árinu og jafnvel endurfæðingu. Fyrir tveimur árum gáfu þeir út sína þyngstu og mestkrefjandi skífu á ferlinum og nú á árinu mættu þau með öll vopn hlaðin og hvert andartak þaulhugsað á þeirri fáránlega góðri plötu sem Arabian Horse er.

Smekkleysa/Kompakt, 2011

Kaupa

# 26

Hudson Mohawke – Satin Panthers

Hinn eitursnjalli Hudson Mohawke mætti á senuna með firnasterka þröngskífu sem þjappaði saman einni skrýtnustu og hressustu blöndu af reifi, raftónlist og dubsteppi sem Benson hefur heyrt. Cbat er eitt af betri lögum ársins.

Warp, 2011

Kaupa

# 25

Chelsea Wolfe – Ἀποκάλυψις

Hin drungalega og mikilfenglega Chelsea Wolfe sendi frá sér sína aðra skífu á árinu og heitir hún Ἀποκάλυψις (borið fram Apokalypsis). Þetta er skotheldur bræðingur af Earth, Sonic Youth, P.J. Harvey og Portishead.

Pendu Sound, 2011

Kaupa

# 24

King Krule – King Krule

King Krule (áður þekktur sem Zoo Kid) sendi frá sér sína fyrstu þröngskífu í haust og er hún eitt það ferskasta sem Benson heyrði á árinu. Blanda af lágfitli, sixtís-poppi og döbbi og bíður Benson spenntur eftir stórri plötu frá þessum unga og þrælefnilega tónlistarmanni.

True Panther Sounds, 2011

Kaupa

# 23

Unknown Mortal Orchestra – Unknown Mortal Orchestra

Unknown Mortal Orchestra átti eitt besta lag síðasta árs (Thought Ballune) og er þetta forvitnilega þríeyki sköpunarverk Ný-Sjálendingsins Ruban Nielson. U.M.O. tekst á samnefndri skífu að framreiða skothelda blöndu af hrárri skynvillu, hreinræktuðu indie-i, hip hop-i og kraut-rokki.

True Panther Sounds, 2011

Kaupa

# 22

Sin Fang – Summer Echoes

Hinn afkastamikli og klári tónlistarmaður Sindri Már Sigfússon sló ekki slöku við á árinu. Hann mætti galvaskur til leiks með sína aðra skífu undir nafninu Sin Fang og að þessu með heila hljómsveit í farteskinu og heilsteyptari plötu. Sindri er tilbúinn með sína þriðju skífu og hlakkar Benson til að heyra hana á komandi ári.

Morr Music, 2011

Kaupa

# 21

Death Grips – Exmilitary

Exmilitary er án efa vægðarlausasta og harðasta hip hop plata ársins. Maðurinn að baki Death Grips kallar sig Flatlander og einnig spila stór hlutverk þau MC Rider, Mexican Girl og kolgrabbatrymbillinn Zach Hill úr Hella, Nervous Cop og Team Sleep. Death Grips er e.t.v. pönkaðri útgáfa af Dälek og El-P og sömplin frá Black Flag og Link Wray eru ekki af verri endanum.

Third Worlds, 2011

Kaupa

# 20

Gang Related – Stunts & Rituals

Íslenski kvartettinn kom fram í sviðsljósið á árinu með ferska nýbylgjuskífu með vísun í nýrri og eldri sveitir, The Beach Boys, Wavves, The Zombies, Panda Bear og fleiri koma í hugann.

Brak, 2011

Kaupa

# 19

Kurt Vile – Smoke Ring For My Halo

Hinn tímalausi Kurt Vile sendi frá sér sína bestu plötu á árinu. Það mætti staðsetja tónlist hans einhversstaðar mitt á milli Sebadoh og seventís Lou Reed.

Matador, 2011

Kaupa

# 18

Eleanor Friedberger – Last Summer

Annar helmingur The Fiery Furnaces sendi frá sér sína fyrstu sólóskífu á árinu og á henni var hún alveg laus við tilgerðina og ofhleðslu stóra bróður síns. Last Summer minnir um margt á aðgengilegustu plötur The Fiery Furnaces og er það bara gott mál.

City Slang, 2011

Kaupa

# 17

Sólstafir – Svartir Sandar

Sólstafir hafa verið að lengi og eru sífellt að þróa og fága sinn stíl og hefur þeim aldrei tekist eins vel upp og á Svörtum Söndum. Hún er mikilfengleg og þung og í senn mjög aðgengileg þrátt fyrir löng lög. Sólstafir eru eins og Sigur Rós á sterum og brennivíni. Hinir íslensku Neurosis.

Brak, 2011

Kaupa

# 16

I’m Being Good – Mountain Language

Illskeyttasta og þyngsta plata I’m Being Good til þessa og jafnvel þeirra hnitmiðasta. Andar Melvins, Supreme Dicks og Crass svífa yfir vötnum.

Gringo, 2011

Kaupa

# 15

Walls- Coracle

Ásamt The Field náði London-tvíeykið Walls að gera eina af metnaðarfyllri rafskífum síðari ára, fullkomin blanda af straumlínulagaðri danstónlist og ómstríðu shoegaze. Ef Battles, Caribou og Slowdive myndu gera saman plötu myndi hún jafnvel hljóma svona.

Kompakt, 2011

Kaupa

#14

Reykjavík! – Locust Sounds

Ærslabelgirnir tilfinningasömu sendu frá sér sína bestu plötu til þessa í október. Locust Sounds er fjölbreyttasta og aðgengilegasta skífa sveitarinnar til þessa og inniheldur sveimhuga smelli í bland við öfgafulla rokkhnullunga.

Golden Circle; 2011

Kaupa

# 13

Toro Y Moi – Underneath The Pine

Chazwick Bundick sendi frá sér miðlungs plötu árið 2010 og spilaði sama ár á Iceland Airwaves og flutti aðallega lög af Underneath The Pine sem kom út á 2011 og var allt annað uppá teningnum. Chazwick ber af öðrum chillwave-urum enda mjög hæfaleikaríkur og lunkinn melódíusmiður sem heyrist vel í lögum á borð við Still Sound, New Beat og How I Know sem sameina allt það besta með Stereolab og Stevie Wonder.

Carpark; 2011

Kaupa

#12

Shabazz Palaces – Black Up

Shabazz Palaces er sköpunarverk fyrrum forsprakka Digable Planets, Ishmael Butler, og sendu þeir frá sér eina sérstæðustu hip hop skífu síðari ára fyrr á þessu ári. Black Up er margslungin og krefjandi og svipar til fyrri verka Ishmael og ef eitthvað er þá toppar hann sjálfan sig á þessari.

Sub Pop, 2011

Kaupa

# 11

Canon Blue – Rumspringa

Nashville-búinn Daniel James sendi frá sér heldur óvænta skífu á árinu. Rumspringa var að mestu tekin upp með dyggri aðstoð frá Efterklang og hinnar alíslensku Amiina. Canon Blue sver sig þó ekki í ætt við þessar sveitir heldur daðrar við stíla Steve Reich, Sufjan Stevens og Of Montreal. Gott kaffi.

Temporary Residence; 2011

Kaupa

# 10

Bill Callahan – Apocalypse

Bill Callahan er einn svalasti tónlistarmaður okkar tíma og á Apocalypse tekur hann mann á óvæntar slóðir án þess að kasta frá sér sínum helstu höfundareinkennum.

Drag City, 2011

Kaupa

#9

Sandro Perri – Impossible Spaces

Á Impossible Spaces tekst Sandro Perri að blanda saman á magnaðan hátt tilraunakenndum straumum úr raftónlist, rokki og djassi í bland við mjúka og fallega tóna án þessa að vera tilgerðalegur eða tormeltur.

Constellation; 2011

Kaupa

# 8

GaBLé – Cute Horsecut

GaBLé er sérkennilegt og skemmtilegt þríeyki sem kokkar upp hrærigraut sem inniheldur skringirokk, hip hop, glitch, kraut-rokk og allt þar á milli. Einstök sveit.

LoAF, 2011

Kaupa

#7

Battles – Gloss Drop

Í fyrra tilkynnti Tyondai Braxton að hann væri hættur sem söngvari og gítarleikari Battles og hófust strax umræður um að sveitin væri búinn að vera og þar eftir götunum. Eftirstandandi meðlimir létu brotthvarf hans ekki á sig fá heldur fengu til liðs við sig nokkra vel valda gestasöngvara og sendu frá sér sína bestu skífu til þessa. Battles hafa aldrei verið jafn einbeittir og skemmtilegir og á Gloss Drop.

Warp; 2011

Kaupa

# 6

Deerhoof – Vs. Evil

Deerhoof hafa ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá Benson og á hverri plötu ná þau alltaf að matreiða eitthvað nýtt og spennandi en hljóma alltaf eins og þau sjálf en engin önnur. Vs. Evil er e.t.v. ekki þeirra besta skífa en hún er samt skrambi góð.

Polyvinyl; 2011

Kaupa

# 5

Metronomy – The English Riviera

Because, 2011

Kaupa

#4

P.J. Harvey – Let England Shake

P.J. Harvey er ólíkindatól sem kom Benson og flestum öðrum í opna skjöldu með Let England Shake sem er mögulega hennar besta plata.

Island, 2011

Kaupa

# 3

John Maus – We Must Become The Pitiless Censors Of Ourselves

Hinn sérvitri John Maus átti virkilega gott ár og kom þriðja breiðskífan hans honum rækilega á kortið og var nú kominn tími til. Skífan er óður til kvikmynda á borð við Robocop sem og tónlistarmanna á borð við Giorgio Moroder, Joy Division, Ultravox og Molly Nilsson sem syngur dúett með John Maus í Hey Moon.

Upset The Rhythm; 2011

Kaupa

#2

tUnE-yArDs – w h o k i l l

4AD; 2011

Kaupa

# 1

St. Vincent – Strange Mercy

Annie Clark kom, sá og sigraði Benson með sinni þriðju breiðskífu. Benson hefur ávallt gefið St. Vincent gaum allt frá því hún heimsótti Ísland árið 2006 en með Strange Mercy náði hún að slá hann út af laginu. Þessi plata hefur svo margt fram að færa, nánast óaðfinnanleg blanda af fegurð og ljótleika, tilraunamennsku og poppi og flutningur Annie og félaga mikilfenglegur og næstum guðdómlegur.

4AD; 2011

Kaupa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: