Janúar Miks

Image

Benson er vaknaður og skriðinn úr hýðinu sínu og færir ykkur einn velútlátinn pakka stútfullan af nýju og saðsömugúmmelaði í bland við nokkur vanmetin hnossgæti.   Í pakkanum má m.a. finna eitt af mest spennandi rokkböndum Íra í dag, Girl Band.  FEMME og Ben Khan er með því mest spennandi sem er í gangi í London í dag.  Metronomy eru að fara að senda frá sér sína fjórðu breiðskífu í mars og eru vægast sagt gríðarlegar væntingar í herbúðum Bensons.

East India Youth er eins manns verkefni frá Bournemouth í Englandi og heitir fyrsta breiðskífa hans Total Strife Forever og er hún eitt besta byrjendaverk sem Benson hefur heyrt lengi.  Það verður gaman að sjá kappann spila á Iceland Airwaves í haust.  Frá Bandaríkjunum kemur gríðarlega flott sýrupopp og skynvillurokk úr smiðjum Morgan Delt, Doug Tuttle og Woodsman.  Sólólistamennirnir Tom Brosseau, Kevin Morby og James Vincent McMorrow eru allir með nýjar breiðskífur í pípunum og eru jafnvel útkomnar og eiga það sameiginlegt að vera silkimjúkar.

Eternal Lips, Strange Names og Gardens & Villa bjóða uppá eggjandi jaðarnýbylgju og Thee Silver Mt. Zion Memorial Orchestra & Tra-La-La Band eru epísk og ómstríð að vanda.  Snowmine frá Brooklyn hljóma á köflum eins og eingetnir synir Benjamin Gibbard úr Death Cab For Cutie og The Postal Service.  Saâda Bonaire, Killamu og Xeno & Oaklander leggja á borð fína dillibossatóna og úr dýflissunni koma tvö gleymd bönd frá síðustu öld, þ.e. Animals & Men sem var frábært garage og síðpönk band sem starfaði stutt á áttunda áratugnum og Frosty sem gaf eingöngu út eina sjötommu nítjanhundruðsextíuogeitthvað.

Njótið!!

 1. FEMME – Fever Boy
 2. Girl Band – Lawman
 3. East India Youth – Heaven, How Long
 4. Angel Olsen – Forgiven/Forgotten
 5. Warpaint – Keep It Healthy
 6. Tom Brosseau – Cradle Your Device
 7. Kevin Morby – Harlem River
 8. James Vincent McMorrow – Cavalier
 9. Ben Khan – Savage
 10. Metronomy – I’m Aquarius
 11. Snowmine – Columbus
 12. Eternal Lips – Dream Hesitate (Feat. Sharon Van Etten)
 13. Gardens & Villa – Bullet Train
 14. Strange Names – Ricochet
 15. Saâda Bonaire – The Facts (Pharaohs Edit)
 16. Killamu – Melodia de Semba
 17. Xeno & Oaklander – Par Avion
 18. Morgan Delt – Make My Grey Brain Green
 19. Thee Silver Mt. Zion Memorial Orchestra and Tra-La-La Band – Austerity Blues
 20. Woodsman – Gravelines
 21. Doug Tuttle – With Us Soon
 22. Frosty – Organ Grinder’s Monkey
 23. Animals & Men – Evil Going On

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: