Greinasafn merkis: Coma Cinema

Með því betra

Benson er virkilega svag fyrir Coma Cinema sem er hljómsveit Mat Cothran frá Spartanburg í Suður Karólínufylki í Ameríku.  Hljómsveitina stofnaði hann þegar hann var fimmtán ára árið 2005 og er þriðja breiðskífan væntanleg.  Hún hefur fengið heitið titilinn Blue Suicide og má ná í hana fríkeypis á heimasíðu hans.  Coma Cinema sendi frá sér Stoned Alone í fyrra sem rataði í tólfta sæti Bensons yfir bestu plötur ársins 2010.   Hann er ekki lengi að þessu og hér er nýtt myndband frá kauða.

Merkt , ,

Föstudash

Það er loksins kominn föstudagur og ekkert annað í boði en að slengja í ykkur eins og einum vænum lagalista.   Aðalmálið í dag er að sjálfsögðu Norræna listahátíðin Ting sem býður uppá spikspennta tónleikadagskrá með nokkrum af frambærilegustu Norðurlanda.  Benson að skapi er m.a. hin ein sérstæða sveit Wildbirds & Peacedrums.  Hana skipa hjónakornin Mariam og Andreas og kokka þau saman blöndu sem inniheldur gamelean-slagverk og svo örlítið dass af Björk, Dirty Projectors, Bat or Lashes og jafnvel Deerhoof.   Þau spila ásamt Hjaltalín í Fríkirkjunni annað kvöld en á Ting koma einnig fram gleðigjafarnir í Datarock, Retro Stefson og Berndsen.

Deerhoof senda frá sér nýja og vægast langþráða breiðskífu og hefur hún fengið heitir Deerhoof Vs. Evil.  Nú þegar er hægt að streyma lög af skífunni hér og þar um veraldarvefinn og heldur sveitin áfram að feta lítt troðnar slóðir.   Deerhoof hljóma aldrei eins en hljóma samt alltaf eins og Deerhoof.  Hér er að neðan er myndbrot úr hljóðveri sem inniheldur „Let’s Dance The Jet“ af Deerhoof Vs. Evil sem kemur opinberlega út 25. janúar á næsta ári.

Rapparinn knái Busdriver er góðvinur Deerhoof og lengi hefur í bígerð verið samstarfsskífa þeirra.   Afraksturinn er þokkalegur eins og heyra má að neðan.   Busdriver heitir réttu nafni Regan John Farquhar og er búinn að hóa saman í flunkunýja sveit Physical Forms og er tóndæmið að neðan allt annað en slor.

Ein besta plata þessa árs er Stoned Alone með eins manns sveitinni Coma Cinema og má finna lag af henni hér.   Sveitina skipar hinn hæfileikaríki og afkastamikli Mat Cothran og er kappinn tilbúinn með aðra breiðskífu sem kemur út á næsta ári og mun heita Blue Suicide.  Búast má við að hún verði hátt skrifuð á komandi misserum enda frábær tónlistarmaður hér á ferð.

Hér er svo sitthvað af hinu og þessu.

Njótið!!

 1. Wildbirds & Peacedrums – Peeling Off The Layers
 2. Deerhoof – The Merry Barracks
 3. Deerhoof – Travels Broaden The Mind
 4. Deerhoof (feat. Busdriver) – I Did Crimes Behind Your Eyelids
 5. Physical Forms – On The Brink
 6. Dungen – Brallor
 7. Lykke Li – Get Some
 8. Dream Boat – Young & Fine
 9. Coma Cinema – Desolation’s Plan
 10. Bear Hands – Crime Pays
 11. El Guincho – Bombay
 12. Eurythmics – Sing Sing
 13. Jake Troth – Material Things
Merkt , , , , , , , , , , , , , ,

Góða helgi

Það er ótal margt gott eyrnagott í gangi hjá Benson þessa dagana og er skylda að deila því með ykkur.

Óvæntasti og ánægjulegasti gleðigjafinn er náungi sem flestir töldu að væri búinn að drulla endanlega uppá bak með framkomu sinni á tónleikum og í tali.  Þetta Nathan Williams sem fer fyrir Wavves og fjallaði Benson um hann í þessari færslu snemma á síðasta ári.  Nýútkominn er besta plata kappans til þessa og á henni hefur hann fengið með sér í lið fyrrum ryþmapar  Jay heitins Reatard.   Platan heitir King of the Beach og er stútfull af grípandi og firnasterkum lagasmíðum.   Hann hefur að miklu leyti sagt skilið við sargandi lo-fi upptökustílinn sem einkenndi fyrstu tvær breiðskífurnar og nú fá frábærar lagasmíðar kappans að skína í gegn og hráleikinn í spilamennskunni er allur til staðar enn sem er gott.

Kanadíska hljómsveitin Women eru án vafa ein framsæknasta gítarrokksveit sem fram hefur komið síðustu ár.  Hljómsveitin á sér eiginlega enga líka.   Þeir blanda saman ólíkum blæbrigðum í einu og sama laginu.  Hér er hið magnaða „Heat Distraction“ af væntanlegri annarri breiðskífu sem mun heita Public Strain og draga þeir fram áhrif frá sveitum á borð við The Kinks, Deerhoof, Polvo og eina framsæknustu hljómsveit allra tíma This Heat.  Ekki skemmir að hinn vanmetni snillingur Chad VanGaalen sér um upptökustjórn.

The Twelves er tvíeyki skífuþeytara og endurhljóðblandara frá Rio de Janeiro í Brasilíu og eru þeir að mati Bensons ferskustu og hressustu endurhljóðblandarar dagsins í dag eins og heyra má í þessum þremur endurvinnslum þeirra.  Takk Einar Birgir!!

Coma Cinema koma frá Columbia í South Carolina í Bandaríkjunum líkt og chillwave-sveitirnar Washed Out og Toro Y Moi en á fátt sameigninlegt með þeim nema dvalarstaðinn.  Tónlistarlega má setja sveitina í flokk með hinni kyngimögnuðu Avi Buffalo sem líkt og Coma Cinema halda kyndlum gæðasveita á borð við The Shins og Built To Spill hátt á lofti.  Lágstemmt en mikilfenglegt efni hér á ferð.

Frá Kanada koma líka Rah Rah og tengist New York sveitinni Rah Rah Riot ekki neitt.  Nýjasta platan þeirra heitir Breaking Hearts og hljómar á köflum eins og ágeng og ofvirk Arcade Fire eða hin magnaða Wales-sveit Los Campesinos!  Hreinræktað og gott.

Ein sérstæðasta hljómsveit síðari tíma er án vafa New York-tvíeykið The Books.  Þeir eru í þann mund að senda frá sér sína fjórðu breiðskífu og er fyrsta smáskífan af henni eitt besta lag ársins.

Þegar þetta ár er liðið mun tónlistarmaðurinn Mike Hadreas sem fer fyrir hinni kyngimögnuðu eins manns sveit Perfume Genius.  Fyrsta breiðskífan heitir Learning og gerir allt annað en að stökkva á mann.   Platan er brothætt, sorgleg og opinská og má jafnvel ganga svo langt að í Mike sameinist meistarar á borð við Sufjan Stevens, Jamie Stewart úr Xiu Xiu, Antony Hegarty og Daniel Johnston.  Þetta er alls engin sumartónlist en góð er hún.

Wildbirds & Peacedrums koma frá Svíþjóð og teljast nú í hóp Íslandsvina.  Þau spiluðu í Norræna húsinu snemma á þessu ári og tóku upp nýju breiðskífuna, Rivers, með aðstoð íslenska Ástralans Ben Frost.   Rivers er þeirra besta og fjölbreyttasta hingað til og feta m.a. á slóðir Dirty Projectors, Bjarkar, Kate Bush og meira til.

ceo er einnig gæðatónlist frá Svíþjóð.   Um er að ræða Eric Berglund úr The Tough Alliance sem er í miklum metum hjá Benson og ceo gefur þeim lítið eftir á nýju plötunni, White Magic.

Fol Chen koma frá Los Angeles og hvílir mikill leyndardómur yfir sveitinni.   Meðlimir hylja andlit sín og heita nöfnum eins og The Booksman, Samuel Bing, Gmo o.s.frv..  Önnur breiðskífa þeirra heitir Part II: The New December og er gefin út af útgáfu Sufjan Stevens, Asthmatic Kitty.  Tónlistin er afar sérstæð og oftast aðgengileg en í senn engu lík, Fol Chen spila popptónlist úr framtíðinni með skírskotanir í ólíkt tónlistarfólk á borð við Prince, Hot Chip, Thinking Fellers Union Local 282, Sufjan Stevens, Missy Elliot o.fl..

Síðast en ekki síst þá koma The Harvey Girls frá Portland í Oregon og segjast vera týndi hlekkurinn á milli hip-hop-pródúsentsins Prince Paul úr Gravediggaz og Handsome Boy Modelling School og sixtís stúlknasveitarinnar The Shangri-Las.  Hvað sem svosem er til í því þá eru The Harvey Girls afar áheyrileg sveit eins og margt sem frá Portland kemur.

Njótið!

 1. Wavves – Post Acid (kaupa)
 2. Wavves – Convertiible Balloon (kaupa)
 3. Women – Heat Distraction (kaupa)
 4. Noah and the Whale – Blue Skies (The Twelves Remix)
 5. Fever Ray – Seven (The Twelves Remix)
 6. Husky Rescue – Sound of Love (The Twelves Remix)
 7. Coma Cinema – Only (kaupa)
 8. Coma Cinema – Come On Apathy! (kaupa)
 9. Rah Rah – Beaches (kaupa)
 10. The Books – Beautiful People (kaupa)
 11. Perfume Genius – Mr. Peterson (kaupa)
 12. Wildbirds & Peacedrums – The Course (kaupa)
 13. ceo – illuminata (kaupa)
 14. Fol Chen – In Ruins (kaupa)
 15. The Harvey Girls – Smile Like Gwynplaine (kaupa)
Merkt , , , , , , , ,
%d bloggurum líkar þetta: