Febrúar Miks

Image

Febrúar er langt liðinn og það er kominn tími á  að Benson færi ykkur vænlegan lagalista með því safaríkasta sem rekið hefur í eyrnatóftir hans.  2014 hefur farið vel af stað og hefur það alið af sér nokkrar áheyrilegar perlur.  Febrúar-Miksið er tileinkað fyrsta ryþmagítarleikara Devo sem er hljómsveit sem hefur haft gríðarleg áhrif á tónlistarsmekk Benson.  Bob Casale spilaði á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar og nýlega bárust þau sorgartíðindi að hann kvaddi þennan heim á besta aldri.  Þetta upphafstef Miksins er að finna á safnplötunni Hardcore Devo Vol. 2 sem inniheldur upptökur frá fyrstu starfsárum þeirra.

Damaged Bug nýlegt sólóverkefni forsprakka Thee Oh Sees, John Dwyer.  Thee Oh Sees gáfu út eina af betri breiðskífum síðasta árs og hafa þau tilkynnt útgáfu á nýrri plötu á þessu ári.  Það svífur mikill Devo-andi yfir vötnum Damaged Bug sem gefur út hjá Castle Face Records líkt og Thee Oh Sees.  Annie Clark er án vafa einn mesti töffari sem komið hefur fram á tónlistarsviðið síðastliðin tíu ár í Bandaríkjunum.  Nýjasta breiðskífan er samnefnd St. Vincent og er hennar fjórða breiðskífa sem gefur Strange Mercy ekkert eftir.

Benson hefur ekki dýft sér af neinu viti í Grateful Dead en þó eru tvær breiðskífur þeirra algjört gúmmelaði, þ.e. Working Man‘s Dead og American Beauty.  Sú síðarnefnda hefur að geyma þennan gullmola.  Benson áskotnaðist fyrir nokkrum mánuðum eina af betri breiðskífum R. Stevie Moore, Glad Music.  Þessi ofvirki tónlistarmaður hefur haft mótandi áhrif á tónlistarmenn á borð við Ariel Pink, John Maus, Nite Jewel og The Samps.  Mogwai sendu í byrjun árs sína bestu skífu í mörg ár, Benson gafst að mestu uppá á þessum skosku herrum eftir að þeir gáfu út Rock Action.  Með útgáfu Rave Tapes sanna þeir að þeir eiga nóg inni.

Næstu tvö lög löðra í mjúkum svuntum sláandi bassa.  Starbuck gengu sitt blómaskeið í Bandaríkjnunum á áttunda áratugnum og er hinn japanski Himiko Kikuchi en í fullu fjöri og það er ekki laust við að hann sé andsetinn af sjálfum Jack Magnet.

Nýlega var tilkynnt um samstarfsskífu þeirra Lindstrøm, Todd Rundgren og Emil Nikolaisen úr skóglápsveitinni Serena-Maneesh.  Þetta samstarf er hreinn og beinn blautur draumur og er nafnið á afrakstrinum Runddans og mun líta dagsins ljós í sumar.  Þetta samstarf er einna helst sambærilegt því ef Maggi Kjartans myndi hefja samstarf með Árna Plúseinum og Henriki Björnsson í Singapore Sling og Dead Skeletons.

Liðskipan á nýjastu breiðskíf Neneh Cherry er alls ekkert slor.  Ekki nóg með að hún sé með betri söngkonum sem komið hefur á sjónarsviðið síðustu tuttugu ár þá fær hún sjálfa Robyn til að syngja með sér og vinur Bensons til margra ára, sjálfur Four Tet, sér um upptökustjórn og Rocketnumbernine sjá um undirleik.

Each Other eru án efa arftakar Women er að mati Bensons ein merkasta hljómsveit síðustu tíu ára.  Ný breiðskífa Each Other er væntanleg í næsta mánuði og eru það snillingarnir hjá Lefse sem græja þá útgáfu.

Döðlurnar í enda bulsunnar kemur frá Kanada og eru það útgáfurnar Hand Drawn Dracula og Artificial sem bjóða uppá þær.

Bruce Springsteen hefur aldrei farið í felur með aðdáun sína á svuntupönkurunum í Suicide og fer hann fögrum höndum um lag þeirra „Dream Baby Dream“ á nýjustu breiðskífu sinni sem á sína fínu spretti.  Lengi lifi yfirmaðurinn.

Njótið.

 1. Devo – Booji Boy’s Funeral
 2. Damaged Bug – Photograph
 3. St. Vincent – Rattlesnake
 4. Grateful Dead – Sugar Magnolia
 5. R. Stevie Moore – Norway
 6. Mogwai – Remurdered
 7. Starbuck – Moonlight Feels Right
 8. Himiko Kikuchi – Sunburned Hip
 9. Todd Rundgren – Breathless
 10. Lindstrøm – Another Station (Todd Terje Remix)
 11. Neneh Cherry – Out Of The Black featuring Robyn
 12. Each Other – Send Your Signals
 13. Doomsquad – Waka Waka
 14. Weeknight – Dark Light
 15. Tiers – Winter
 16. Bruce Springsteen – Dream Baby Dream

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: